Fréttir

Hertar sóttvarnir í skólanum

Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með deginum í dag verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku. Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið á morgun, þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 22. september verður norræna skólahlaupið. Við hvetjum nemendur til að koma í góðum skóm til að hlaupa í og fatnaði við hæfi, með vettlinga og eyrnaskjól/húfu ef veðrið er þannig.
Lesa meira

Útivistardagurinn - myndir

Útivistardagurinn gékk áfallalaust og voru kaldir og blautir en sællegir nemendur ásamt starfsfólki sem komu inn í hlýjuna eftir vel heppnaða útiveru, fjallgöngur, hjólatúra, göngutúra, sull upp á Hömrum og fleira! Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Skólahald fellur niður vegna útfarar

Vegna útfarar Evu Bjargar Skúladóttur námsráðgjafa fellum við niður skólahald frá kl. 11:20 fimmtudaginn 27. ágúst. Frístund er einnig lokuð þennan dag.
Lesa meira

Andlát

Í gær lést Eva Björg Skúladóttir námsráðgjafi eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún skilur eftir sig stórt skarð í Naustaskóla og er sárt saknað. Eva hafði einstaklega góða og hlýja nærveru sem hún nýtti vel í samskiptum við nemendur. Hún var mikil fagmanneskja og vann af heilindum og einurð að hagsmunum nemenda í samstarfi við starfsmenn skólans. Hún ásamt fleiri námsráðgjöfum var upphafsmaður að Starfatorgi, þar sem árlega fer fram kynning á starfsgreinum í atvinnulífinu fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskólans á Akureyri. Skólasamfélag Naustaskóla syrgir góðan námsráðgjafa, samstarfsmenn skemmtilegan vinnufélaga og góða manneskju. Starfsmenn Naustaskóla senda fjölskyldu Evu innilegar samúðarkveðjur.
Lesa meira

Skólasetning í Naustaskóla

Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 24. ágúst nk. Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Kennsla hjá börnum 2.-10. hefst þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 26. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi í næstu viku.
Lesa meira

Skráning í Frístund 2020-2021

Skráning / staðfesting á dvöl í Frístund fyrir skólaárið 2020-2021 fer fram 17. ágúst.n.k. Hjá börnum sem voru í Frístund á síðasta skólaári (2019-2020) er nóg að senda tölvupóst á hrafnhildurst@akmennt.is um staðfestingu og tímann sem barnið á að vera í Frístund. Fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk eða eru ný í skólanum (2-3-4 bekk) Þarf að koma í skólann og fylla út og skrifa undir dvalarsamning þann 17. ágúst milli kl. 10 og 14. Netfang er : hrafnhildurst@akmennt.is Sími 460411
Lesa meira

Útskrift 10. bekkjar í dag

Í dag útskrifuðust 30 nemendur úr 10 bekk. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju með áfangann og þökkum fyrir samveruna.
Lesa meira