Fréttir

Búningaball fyrir 1.-3. og 4.-7. bekk

Mánudaginn 12. febrúar er búningaball fyrir 1.-3. bekk kl. 16:30-18:00 og 4. - 7. bekk í Naustaskóla kl. 18:00 - 19:30. Nemendur eiga endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið er popp fyrir 1.-3. bekk en fyrir 4.-7. bekk verður verður sjoppa á staðnum. Það verður mikið tjúttað, farið í leiki og haft gaman. Böllin eru fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í vor.
Lesa meira

Hlíðarfjall - myndir

Útivistardagurinn tókst með afbrigðum vel og veðrið með besta móti, bjart og fallegt í fjallinu og nemendur og starfsfólk komu til baka með bros á vör og rauðar kinnar! Hér má sjá myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira

Starfsdagur á mánudag, útivistardagur þriðjudag

Við minnum á að á mánudaginn nk. er starfsdagur og því enginn skóli en frístund er opin. Á þriðjudag er svo útivistardagur ef veður leyfir, sjá áður sent skipulag.
Lesa meira

Munið að kíkja á óskilamuni!!!

Við viljum minna ykkur kæru foreldrar á að kíkja nú á óskilamuni sem allt of mikið er af, þegar þið mætið í viðtölin á morgun og föstudag. Búið er að safna fötunum saman fyrir framan matsal. Eftir mánudaginn munum við senda allt í Rauða krossinn!! Enn fremur viljum við ítreka að merkja öll föt!
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli þriðjudaginn 30. janúar

Þriðjudaginn 30. janúar er fyrirhugaður skíðadagur. Hér má sjá skipulag dagsins:
Lesa meira

Viðtalsdagar og starfsdagur

Nk. fimmtudag og föstudag verða viðtalsdagar hér í skólanum og því engin kennsla en nemendur eiga að mæta með foreldrum í viðtölin. Á mánudaginn er svo starfsdagur og frí hjá nemendum. Frístund verður opin alla þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Nemendadagurinn í gær - myndir

Í gær var nemendadagur í Naustaskóla og var hefðbundin dagskrá brotin upp. Lítið íþróttamót fór fram þar sem keppni var milli nemenda og starfsfólks og var hörð og spennandi keppni og tóku áhorfendur virkan þátt. Nemendur sigruðu í fótboltakeppni en körfubolta og blakleiki unnu starfsmenn. Því næst fór fram hæfileikakeppni nemenda og voru hvorki meira né minna en um þrjátíu atriði á dagskrá svo dómnefndin átti ekki auðvelt val fyrir höndum. Frammistaða nemenda var til fyrirmyndar í söng, dansi, hljóðfæraleik, töfrabrögðum og fleiru. En það fór svo að Þórunn Birna Kristinsdóttir í 5. bekk sigraði keppnina með frábæru dansatriði. Í öðru sæti var Anna Líf Diego í 3. bekk sem einnig sýndi dans og í 3. sæti var Jóhann Valur Björnsson í 5. bekk sem spilaði á hljómborð. Myndir frá deginum má sjá hér!
Lesa meira

Naustaskóli hlýtur styrk frá Norðurorku

Síðastliðinn föstudag fékk Naustaskóli afhentan styrk frá Norðurorku að upphæð 100 þúsund kr. til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu. Bryndís skólastjóri og Eva námsráðgjafi veittu styrknum viðtöku. Hér má sjá frétt frá styrkveitingunni á heimsíðu Norðurorku.
Lesa meira