Fréttir

Skólastarf á veirutímum!

Lífið í Naustaskóla hefur tekið miklum breytingum að undanförnu í ljósi aðstæðna. Hér hefur þó ríkt gleði og nemendur og starfsfólk tekið breytingunum að æðruleysi. Allir inngangar í skólann eru nýttir, bæði dyr og neyðarútgangar. Hugmyndaflugið er látið ráða í lausnaleit til að láta skólastarfið ganga sem best og hvert rými í húsinu nýtt til hins ýtrasta sem og hver einasti starfsmaður. Það ríkir mikil samstaða innan skólans til þess að láta starfið ganga sem best á þessum erfiðu tímum og við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum.
Lesa meira

Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna!

Af gefnu tilefni biðjum við ykkur að koma ekki inn í skólann. Þetta gerum við til að verja nemendur og starfsfólk fyrir mögulegum smitberum. Best er að hringja í ritara skólans s: 4604100 eða senda tölvupóst á dis@akmennt.is eða kristjana@akmennt.is eða kennara viðkomandi barns ef nauðsyn krefur. Þökkum fyrir gott samstarf og veittan skilning á þessum erfiðu tímum.
Lesa meira

Skipulag næstu daga í Naustaskóla

Stjórnendur leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Í dag hefur allt starfsfólk komið að málum og hver skóli útfært starf í viðkomandi skóla næstu daga og vikur. Í ljósi þess að skólastarf verður með mismunandi hætti milli skóla eru foreldrar beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á heimasíðum skólanna auk þess sem allir foreldrar munu fá nánari upplýsingar í tölvupósti í dag, mánudag. Grunnskólar Kennsla verður í hópum með hámark 20 nemendum og ekki verður um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Skólar munu halda úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kostur er við þessar aðstæður. Útfærslan verður í höndum hvers skóla að skiptingu kennslu milli viðveru í skóla og náms heima. Nákvæm útfærsla verður því ólík milli skóla, allt eftir mannafla og aðstæðum á hverjum stað. Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum mun falla niður og íþrótta- og sundkennsla verður í formi hreyfingar á skólalóð, inni í hópastofum eða annarrar útikennslu. Hver skóli skipuleggur nánari tilhögun skóladagsins og kennslutilhögun. Sérdeildir og sérskólar verða með óbreytta starfsemi eftir fremsta megni. Framreiðsla á mat verður í boði ef mögulegt er að koma því við. Vettvangsferðir falla niður ásamt ferðum í skólabúðir. Hugað verður sérstaklega að þörfum barna með hverskonar sérþarfir auk þess að tryggja þeim foreldrum sem starfa á heilbrigðisstofnunum þjónustu fyrir þeirra börn. Leikskólar Gert er ráð fyrir því að halda starfsemi leikskóla gangandi á sem öruggastan hátt með þeim hætti að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin sem mest. Vegna þessa raskast skólastarf í leikskólum, opnunartími getur breyst s.s. vegna þrifa sem nauðsynleg eru og í einhverjum tilvikum. Hver leikskóli mun upplýsa foreldra um útfærslu á skólastarfi á heimasíðu eða í gegnum aðra miðla. Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar Frístundaheimili verða opin í framhaldi af skóladegi yngstu nemenda en viðbúið er að starfsemi muni að einhverju leyti skerðast. Tónlistarskólar og skólahljómsveitir Tímar í hljóðfærakennslu og söngkennslu fara fram í húsnæði Tónlistarskóla Akureyrar. Hóptímar s.s. hljómsveitartímar, hópæfingar, tónfundir, forskóli og tónfræðitímar falla niður. Allir viðburðir tengdir þessari starfsemi falla niður. Viðmið þessi taka einnig til tónlistarnemenda sem eru eldri en 18 ára. Lögð er áhersla á að leitað sé leiða til að viðhalda virkni óháð fjarveru og niðurfellingu tónlistartíma. Nákvæmari útfærsla mun koma frá TA. Skólaíþróttir og íþróttafélög Ekki verður hefðbundin íþrótta- og sundkennsla á vegum grunnskóla í samkomubanninu. Viðkomandi húsnæði verður lokað fyrir skólakennslu og íþrótta- og sundkennarar vinna með námshópnum í heimastofu eða úti á skólalóð. Íþróttafélög munu gefa út eigin tilkynningar um íþróttaæfingar. Tilkynningar eru þegar komnar frá íþróttasamböndum um leikjabann. Skólastarf í Naustaskóla næstu vikurnar Hér í Naustaskóla hefur verið unnið ötullega að hópaskiptingum og öðru skipulagi næstu vikna. Kennarar munu senda til foreldra bréf með upplýsingum um þann hóp sem þeirra barn tilheyrir næstu vikurnar. Þar kemur einnig fram hvar í húsinu barninu verður kennt og hverjir sjá um kennsluna og inn um hvaða inngang hver námshópur kemur. Búið er að skipta námshópunum á innganga hússins til að koma í veg fyrir samskipti þeirra á milli. Biðjum við foreldra að kynna sér vel bréf frá kennurum en þar ættu að finnast svör við flestum spurningum. Við munum fella niður útivistardag á morgun og árshátíð skólans hefur verið frestað um óákveðin tíma. Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á viðveru nemenda eftir árgöngum. Mikilvægt er að þessar tímasetningar séu virtar til þess að lágmarka megi samgang nemenda.  1.- 4. bekkur verður í skólanum frá kl. 8:10 – 13:00. Þau fá að borða í skólanum og þau börn sem eru skráð í Frístund fara þangað þegar skóla líkur. Foreldrar barna í frístund eru beðin um að senda þau með nesti fyrir síðdegishressingu en boðið verður upp á drykki í skólanum.  5. – 7. bekkur. Verður í skólanum frá kl. 8:20 – 12:30. þau fá að borða í skólanum og fara síðan heim.  8. – 10. bekkur mætir kl. 13:00 – 15:30. Hjá þeim árgöngum verður einnig lögð áhersla á fjarnám. Þau geta komið 12:45 og borðað áður en kennsla hefst. Ekki er hægt að bjóða upp á ávexti í nestistímum og þurfa nemendur því að koma með hollt nesti að heiman. Við munum ekki bjóða upp á hafragraut næstu vikur. Frístund verður starfandi fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Starfsmenn Frístundar munu skipta börnunum upp í litla hópa sem dreifast á svæði Frístundar og yngri deilda á neðri hæð.Þessar upplýsingar eru vissulega ekki tæmandi og margar spurningar munu eflaust vakna. Við biðjum ykkur að kynna ykkur þessar upplýsingar vel og einnig upplýsingar frá kennurum. Við bendum á að mikilvægt er að fylgjast með tölvupósti og á heimasíðu skólans þar sem allar helstu upplýsingar verða settar inn eftir þörfum. Mögulega verða einhverjar breytingar á skipulagi næstu daga. Við minnum okkur öll á að við gegnum mikilvægu hlutverki í almannavörnum og erum meðvituð í samskiptum og sóttvörnum. Við höfum takmarkað aðgengi að skólanum og biðjum við foreldra að kveðja börn sín fyrir utan skólann ef mögulegt er. Mikilvægt er að tilkynna til skólans veikindi eða ef barn eða fjölskylda fer í sóttkví. Ákveði foreldrar að halda börnum sínum heima eða að nýta ekki Frístund biðjum við um að senda þær upplýsingar til ritara skólans. Við stjórnendur og starfsfólk Naustaskóla erum þakklát fyrir þann stuðning og velvilja sem við höfum fundið fyrir í þessum erfiðu aðstæðum. Á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að við tökum höndum saman til þess að tryggja að börnunum líði vel og að þau finni fyrir öryggi. Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Útivistardegi frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi aðstæðna og einnig óhagstæðrar veðurspár frestum við útivistardeginum sem átti að vera á morgun, þriðjudag um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 16. mars - Frístund lokuð allan daginn!

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.
Lesa meira

Upplýsingar um stöðu mála

Kæru starfsmenn og foreldrar/forráðamenn. Í ljósi nýjustu frétta af samkomubanni þá biðjum við alla í skólasamfélaginu að halda ró sinni. Við stjórnendur í Naustaskól munum vinna í samráði við fræðsluyfirvöld varðandi skólastarf næstu vikurnar. Við munum láta ykkur vita um helgina hvernig skólastarfi verður háttað eftir helgi. Starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn munu fá tölvupóst um helgina og einnig verða settar upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu skólans. Með von um gott samstarf, Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Bréf almannavarna til nemenda foreldra og forráðamanna

Hér fyrir neðan má sjá bréf til foreldra og forráðamanna með mikilvægum upplýsingum frá almannavörnum:
Lesa meira

Yfirvofandi verkfall

Eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að til verkfalls komi hjá starfsfólki sem tilheyrir stéttarfélaginu Kili á mánudag og þriðjudag. Hjá okkur í Naustaskóla eru það ritari, tölvuumsjónarmaður og bókasafnsvörður sem fara í verkfall. Þetta mun að sjálfsögðu orsaka þjónustuskerðingu í skólanum þessa daga þar sem einungis skólastjóri má ganga í störfin. Af þessum sökum mun verða erfiðara að ná í skólann í gegnum síma þessa tvo daga og biðjum við foreldra og forráðamenn að skrá veikindi í gegnum Mentor. Einnig mun sund falla niður á mánudag og þriðjudag þar sem starfsfólk sundlaugarinnar fer einnig í verfall þessa tvo daga. Íþróttakennarar munu kenna börnunum í Naustaskóla í staðinn. Með von um skilning á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér. Skólastjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Naustaskóli í 1. sæti!

Þeir Ragnar og Sólon, fulltrúar okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Menntaskólanum í gær stóðu sig aldeilis ljómandi vel báðir tveir. Sólon Sverrisson varð í 1. sæti og við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Lesa meira

Skólahreysti á morgun miðvikudaginn 4. mars!

Á morgun, miðvikudag verður keppt í Skólahreysti í Íþróttahöllinni og hefst keppni kl. 13:30. Keppendur frá Naustaskóla eru þau Hallfríður Anna Benediktsdóttir, Henrihs Petrovics, Natalía Hrund Baldursdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. Varamenn eru Elías Bjarnar Baldursson og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Við óskum keppendum góðs gengis!
Lesa meira