Fréttir

Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember 2020

Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður viðtalsdagur í Naustaskóla. Miðvikudaginn 4. nóvember verður starf í Naustaskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum. Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag. Stjórnendur Naustaskóla Bryndís, Alla og Heimir.
Lesa meira

Hertar sóttvarnir í skólanum

Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með deginum í dag verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku. Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið á morgun, þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 22. september verður norræna skólahlaupið. Við hvetjum nemendur til að koma í góðum skóm til að hlaupa í og fatnaði við hæfi, með vettlinga og eyrnaskjól/húfu ef veðrið er þannig.
Lesa meira

Útivistardagurinn - myndir

Útivistardagurinn gékk áfallalaust og voru kaldir og blautir en sællegir nemendur ásamt starfsfólki sem komu inn í hlýjuna eftir vel heppnaða útiveru, fjallgöngur, hjólatúra, göngutúra, sull upp á Hömrum og fleira! Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Skólahald fellur niður vegna útfarar

Vegna útfarar Evu Bjargar Skúladóttur námsráðgjafa fellum við niður skólahald frá kl. 11:20 fimmtudaginn 27. ágúst. Frístund er einnig lokuð þennan dag.
Lesa meira

Andlát

Í gær lést Eva Björg Skúladóttir námsráðgjafi eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún skilur eftir sig stórt skarð í Naustaskóla og er sárt saknað. Eva hafði einstaklega góða og hlýja nærveru sem hún nýtti vel í samskiptum við nemendur. Hún var mikil fagmanneskja og vann af heilindum og einurð að hagsmunum nemenda í samstarfi við starfsmenn skólans. Hún ásamt fleiri námsráðgjöfum var upphafsmaður að Starfatorgi, þar sem árlega fer fram kynning á starfsgreinum í atvinnulífinu fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskólans á Akureyri. Skólasamfélag Naustaskóla syrgir góðan námsráðgjafa, samstarfsmenn skemmtilegan vinnufélaga og góða manneskju. Starfsmenn Naustaskóla senda fjölskyldu Evu innilegar samúðarkveðjur.
Lesa meira

Skólasetning í Naustaskóla

Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 24. ágúst nk. Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Kennsla hjá börnum 2.-10. hefst þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 26. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi í næstu viku.
Lesa meira

Skráning í Frístund 2020-2021

Skráning / staðfesting á dvöl í Frístund fyrir skólaárið 2020-2021 fer fram 17. ágúst.n.k. Hjá börnum sem voru í Frístund á síðasta skólaári (2019-2020) er nóg að senda tölvupóst á hrafnhildurst@akmennt.is um staðfestingu og tímann sem barnið á að vera í Frístund. Fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk eða eru ný í skólanum (2-3-4 bekk) Þarf að koma í skólann og fylla út og skrifa undir dvalarsamning þann 17. ágúst milli kl. 10 og 14. Netfang er : hrafnhildurst@akmennt.is Sími 460411
Lesa meira