Fréttir

Bleiki dagurinn myndir

Það var svo sannarlega "bleikur dagur" á föstudaginn sl. eins og sjá má á þessum myndum!
Lesa meira

Brunaæfing í Naustaskóla

Brunaæfing fór fram í skólanum í morgun. Greiðlega gékk að rýma húsið og nemendur gengu rólegir af svæðum sínum í fylgd starfsfólks og allir söfnuðust saman á fótboltavellinum samkvæmt rýmingaráætlun. Nauðsynlegt er að æfa þessar aðgerðir annað slagið og fara yfir verklagsreglur. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Niðurstöður úr Ólympíuhlaupi ÍSÍ!

Hér eru helstu niðurstöður úr skólahlaupinu okkar sem fór fram 24. september. Nemendur stóðu sig mjög vel og hlupu samtals 1757,5 km sem gerir að meðaltali 4,9 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í hlupinu. 6. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri! Kveðja, íþróttakennarar Naustaskóla.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins á morgun, miðvikudag!

Kæru foreldrar .... við minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn verður á morgun, miðvikudaginn (18. sept) kl 20:00 - 21:00 :) Mikilvægt að öll börn eigi fulltrúa á fundinum... Enn er óskað eftir framboði til formanns félagsins og mikilvægt er að einhver bjóði sig fram í það skemmtilega hlutverk! Einnig vantar fulltrúa frá 10. bekk :) Endilega sendið tölvupóst á husfreyjan@gmail.com ef ykkur langar að starfa í stjórn félagsins... hlökkum til að heyra í ykkur og sjá ykkur á fundinum kkv, stjórnin
Lesa meira

Gerum gott betra - málþing um reynslu og lærdóm þriggja skóla

Síðastliðinn vetur var Naustaskóli þátttakandi í þróunarverkefni ásamt Dalvíkurskóla og Þelamerkurskóla. Verkefnið ber nafnið Gerum gott betra. Síðasti hluti verkefnisins er að miðla til annarra lærdómnum og reynslunni af verkefninu. Það verður gert með málþingi 9. október sem haldið verður í Hofi frá kl 13-17. Hér má sjá auglýsingu um viðburðinn og hvernig hægt er að skrá sig á málþingið.
Lesa meira

Starfsdagur á morgun föstudag.

Við minnum á starfsdaginn á morgun, enginn skóli hjá börnunum. Frístund er opin fyrir hádegi eða frá kl. 08:00 - 12:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins!

Kæru foreldrar, Nú er komið að því að halda árlegan aðalfund foreldrafélags skólans. Hann verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 20:00 – 21:00 í sal skólans og verður bæði byrjað og stoppað á réttum tíma. Efni fundarins verða almenn aðalfundarstörf og kynning á samstarfi foreldrafélagsins og stjórnenda skólans fyrir veturinn. Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að kynnast og taka virkan þátt í menntun og starfi barna sinna og mikilvægt að foreldrar séu virkir í því starfi svo að það takist sem best Mikilvægt er að einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á aðalfundinn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest, Kaffi og með því á fundinum … og við hættum á slaginu 21:00
Lesa meira

Útivistardagur - myndir

Við vorum aldeilis heppin með veður í dag og nemendur og starfsmenn nutu útivistarinnar. Farið var í ýmsar styttri og lengri gönguferðir m.a. á Súlur, upp í Fálkafell og í Glerárgil, hjólaferð í Kjarnaskóg, frisbýgolf á Hamarskotstúni og í fjöruferð. Hér má sjá nokkrar myndir sem tala sínu máli.
Lesa meira

Útivistardagur á morgun þriðjudaginn 2. sept.

Skóli hefst á sama tíma og venjulega, nemendur mæta kl. 8:10 á sín heimasvæði, þeim verður svo skipt í hópa og brottfarir eru uppúr kl. 8:30. Allir nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og vel skóaðir til útiveru! · Það er frjálst nesti þennan dag en þeir sem eru í ávaxtaáskrift geta gripið sér ávöxt í nesti áður en lagt er af stað. · Þeir sem fara upp að Hömrum og vilja sulla þurfa að koma með aukaföt!! · Gönguferðir eru gönguferðir - þar er ætlast til að nemendur gangi en hjóli ekki. · Þeir sem ganga á Hlíðarfjall þurfa sérstaklega að huga að útbúnaði og nesti! · Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með í allar ferðir. · Skóladegi hjá 1.-3. bekk lýkur kl. 13:00. Skóladegi hjá 4.-10. bekk lýkur að loknum hádegisverði eftir heimkomu, þó ekki fyrr en 12:30.
Lesa meira