Náms- og starfsráðgjafi við Naustaskóla er Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir (thl@akmennt.is) Skrifstofa náms- og starfsráðgjafa er á jarðhæð skólans í stjórnunarálmu við aðalinngang.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum og öðrum sérfræðingum innan og utan skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Lögð er áhersla á að ráðgjöfin standi öllum til boða og ekki þurfi að vera fyrir hendi vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til að þeir geti komið í viðtal. Ef nemendur langar til að ræða við einhvern um daginn og veginn eða vonir sínar og væntingar í lífinu þá er um að gera að panta tíma. Ráðgjafinn getur líka boðað nemendur til viðtals og ekki þarf að vera nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.
Náms- og starfsráðgjafi situr í nemendaverndarráði og vinnur í nánu samstarfi við foreldra, kennara og skólastjórnendur eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skóla.
Náms- og starfsráðgjafi er bundinn algjörri þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Námsráðgjafi er í 75% starfi og hefur viðveru alla daga nema miðvikudaga.