Frístund

Að lokinni kennslu gefst 6-9 ára nemendum kostur á að vera í Frístund til kl. 16:15. Þar geta börnin leikið við félagana, verið úti, lesið, unnið í heimanámi, hvílt sig og margt fleira. Frístund er opin alla daga sem skólinn starfar, og auk þess í fríum á starfstíma skólans og flestum starfsdögum.  Foreldrar greiða fyrir vistun nemenda í Frístund skv. gjaldskrá. 

Forstöðumaður Frístundar er Hrafnhildur Stefánsdóttir hrafnhildurst@akmennt.is

Sími í Frístund er 460-4111

Gjaldskrá fyrir Frístund frá 1. janúar 2019:
Skráningargjald 7.760 kr. (Greiddar að lágmarki 20 klst á mánuði)
Hver klukkustund eftir fyrstu 20 klst.  388 kr.
Síðdegishressing pr. dag 141 kr.

Með tenglunum hér fyrir neðan má nálgast viðmiðunarreglur fyrir Frístund og eyðublöð varðandi Frístundina.

Viðmiðunarreglur fyrir Frístund

Eyðublað; Dvalarsamningur

Gjaldskrá nánar...