Stefna Naustaskóla

 

Stefna Naustaskóla

Stefna skólans er sett fram sem leiðarljós fyrir skólastarfið, þ.e. hvert hlutverk skólans er,  hvaða framtíðarsýn við höfum fyrir skólann okkar og hvaða markmið við viljum helst hafa í huga með starfinu.  Stefnan var mótuð í samvinnu við fulltrúa foreldra í upphafi skólastarfsins, á grunni undirbúningsvinnu sem fram fór fyrir stofnun skólans.  Hún byggir einnig á skólastefnu Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn árið 2005 en þá stefnu má finna á heimasíðu skóladeildar Akureyrarbæjar http://skoladeild.akureyri.is.   Skólaárið 2013-2014 fór fram heildarendurskoðun á áherslum skólans með hliðsjón af nýrri Aðalnámskrá grunnskóla og voru þá áherslur í stefnu skólans settar fram sem markmið og viðmið um starfshætti eins og sjá má hér á eftir.  Á hverju ári geta svo stefnuþættir og viðmið tekið smávægilegum breytingum í meðförum skólaráðs skólans.   


Hlutverk

Hlutverk skólans er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, að mennta ábyrga og hæfa þjóðfélagsþegna sem geta tekið virkan þátt í þróun samfélagsins og stundað frekara nám.  Allir skulu öðlast alhliða menntun og fá hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga.  Skólinn er mennta- og þjónustustofnun sem sinnir hlutverki sínu í náinni samvinnu við heimilin með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda.


Framtíðarsýn

Naustaskóli verði framsækinn 500 nemenda grunnskóli, kunnur fyrir kraftmikið og vel heppnað skólastarf með sérstakri áherslu á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Nemendur skólans verði lífsglaðir, sjálfstæðir og sjálfsöruggir.  Skólinn eigi gott samstarf við heimilin og samfélagið.


 Áherslur skólans

 

Námsaðlögun

Markmið / viðmið um starfshætti:

 • Skólinn mæti þörfum nemenda í námi.
  • Til staðar eru ætíð nákvæmar og ítarlegar starfs- og námsáætlanir sem eru aðgengilegar fyrir nemendur og foreldra
  • Nemendur eiga jafnan val um mismunandi leiðir til þess að ná markmiðum sínum
  • Einstaklingsáætlanir eru til staðar fyrir nemendur eftir þörfum
  • Teymiskennsla er nýtt til að nýta styrkleika starfsmanna og til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda
  • Nemendur fá tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt og starfshætti í skólanum
  • Allir starfsmenn fylgja starfsþróunaráætlun sem endurskoðuð er árlega
 • Nemendur verði vel læsir á hvers kyns upplýsingar og á umhverfi sitt
  • Áhersla er á lestur og hvers kyns læsi á öllum stigum skólans
  • Allir nemendur lesa á hverjum degi
  • Kennarar og nemendur nota upplýsingatækni á ábyrgan og skilvirkan hátt
 • Nemendur rækti sköpunarhæfileika sína
  • Áhugasvið nemenda eru virkjuð sem hluti af starfinu
  • Nemendur fá tækifæri til að nálgast viðfangsefni sín á skapandi hátt
  • Leikur er nýttur sem kennsluaðferð
  • Kennsluhættir eru fjölbreyttir og áhersla á verk- og listgreinar
 • Nemendur verði sjálfstæðir, taki ábyrgð á námi sínu og taki stöðugum framförum
  • Allir nemendur þekkja þau markmið sem unnið er með hverju sinni
  • Námsmat gefur upplýsingar um inntak námsins, tengist settum markmiðum og er leiðbeinandi fyrir nemendur
  • Á mið- og unglingastigi fylgja nemendur námsáætlunum sem byggja á sjálfstæði þeirra og hafa val um leiðir í náminu
  • Nemendur þekkja og skilja hugtök grunnþátta menntunar, og kennsluteymi temja sér notkun þeirra

 

Athvarf

Markmið / viðmið um starfshætti:            

 • Nemendum líði vel í skólanum
  • Starfsfólk er glaðlegt, umhyggjusamt og vingjarnlegt við nemendur
  • Allir hafa skýr hlutverk og finna fyrir öryggi
  • Viðmið um hegðun eru skýr og sýnileg á viðeigandi stöðum í skólanum
  • Líðan og félagstengsl nemenda eru könnuð reglulega og brugðist við niðurstöðum
 • Aðstaða og umhverfi í skólanum sé aðlaðandi og hvetjandi
  • Hugtök, markmið, námsgögn og verk nemenda eru sýnileg og aðgengileg í skólanum
  • Námssvæði eru skipulögð með tilliti til mismunandi námsstíla nemenda
  • Námssvæði allra aldurshópa innihalda m.a. bóka/lestrarkróka, þankakrika, stærðfræðisvæði, lausnastað, rólegt svæði, hópavinnusvæði o.s.frv.
  • Sjónrænar leiðbeiningar eru nýttar til að sýna skipulag skóladagsins
  • Skólinn og umhverfi hans er ætíð snyrtilegt og þrifalegt
  • Allir taka þátt í að halda umhverfinu í skólanum snyrtilegu
 • Forráðamenn og nemendur eigi aðgang að ráðgjöf og stuðningi
  • Foreldrar eru upplýstir um þá ráðgjöf og þjónustu sem þeir eiga kost á
  • Skólinn hefur milligöngu um að útvega ráðgjöf eða sérfræðiaðstoð eftir því sem tök eru á
  •  Nemendur fá jákvæða og uppbyggilega leiðsögn
 • Skólinn sé miðstöð fyrir íbúa hverfisins
  • Skólinn stendur fyrir viðburðum fyrir íbúa hverfisins og veitir aðstöðu fyrir slíka viðburði
  • Skólinn og hverfisnefnd eiga með sér gott samstarf

  

Umhyggja og virðing

Markmið / viðmið um starfshætti:

 • Öll samskipti í skólasamfélaginu byggist á virðingu, umhyggju og jafnrétti
  • Fræðsla um jákvæðan aga er veigamikill þáttur í skólastarfinu
  • Starfsfólk beitir aðferðum jákvæðs aga af öryggi
  • Nemendur og starfsfólk þekkja og fylgja skólasáttmála
  • Nemendur og starfsfólk nýta tíma sinn vel og eru stundvís
  • Nemendur og starfsfólk kunna og nýta mismunandi leiðir til að leysa úr ágreiningi
  • Tekið er tillit til jafnréttissjónarmiða í öllum ákvörðunum og áætlunum
  • Allir starfsmenn eru ábyrgir ef taka þarf á óæskilegri hegðun hjá nemendum
 • Nemendur læri að bera virðingu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum
  • Gæðahringir með dagskrá eru haldnir a.m.k. þrisvar í viku í öllum námshópum
  • Hlutverkaleikir eru nýttir til að gefa innsýn í aðstæður og tilfinningar annarra
  • Aldursblöndun nemenda og sveigjanleiki í hópaskiptingum nýtast til að ýta undir umburðarlyndi og umhyggju
  • Starfsfólk hvetur nemendur og hvert annað
 • Nemendur öðlist skilning á sjálfbærni í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti
  • Fræðsla um umhverfismál er veigamikill þáttur í kennslu nemenda
  • Skólinn vinnur markvisst að því að öðlast / endurnýja Grænfánann
  • Nemendur verði færir um að taka ábyrgð á eigin fjármálum

 


 

Samvinna

Markmið / viðmið um starfshætti:

 • Skólasamfélagið einkennist af samvinnu, lýðræði og mannréttindum
  • Allir starfsmenn skólans vinna í teymum
  • Allir meðlimir í skólasamfélaginu hafa tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir
 • Starfsmenn, foreldrar/forráðamenn og nemendur taka þátt í ákvörðunum
  • Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta haft áhrif á sett námsmarkmið nemenda
  • Skólaráð, nemendaráð og Foreldrafélag starfa skv. settum áætlunum
  • Nemendaviðtöl umsjónarkennara og nemenda eiga sér stað a.m.k. þrisvar á ári og oftar eftir þörfum
 • Foreldrar/forráðamenn eru virkir þátttakendur í námi barna sinna
  • Í tengslum við foreldraviðtöl fá foreldrar/forráðamenn upplýsingar um nám og líðan nemandans
  • Nemandi og foreldrar/forráðamenn taka þátt í að meta vinnu og árangur nemandans
  • Viðeigandi starfs-, kennslu- og námsáætlanir eru ætíð aðgengilegar á vef
 • Skólinn lýtur markvissri stjórnun sem byggir á kunnri stefnu
  • Ákvarðanir eru teknar með hliðsjón af stefnu skólans og fyrirliggjandi gögnum
  • Starfsmenn, foreldrar og nemendur eru upplýstir um stefnu skólans
  • Skólinn gefur út mánaðarleg fréttabréf og heimasíða er virk til upplýsingveitu
  • Umsjónarkennarar senda út vikulega upplýsingapósta
  • Kennsluteymi taka sameiginlega ábyrgð á nemendahópnum og nýta þann sveigjanleika sem felst í teymiskennslunni
 • Nemendur læra markvisst að vinna saman
  • Kennsluhættir einkennast af samvinnu nemenda
  • Nemendaráð er virkt og stendur fyrir skólaþingi eldri nemenda árlega

  

Táp og fjör

Markmið / viðmið um starfshætti

 • Nemendur og starfsmenn séu glaðir við störf sín innan skólans og líði vel
  • Söng og tjáningu er beitt markvisst í náminu
  • Hver skóladagur inniheldur fjölbreytt viðfangsefni
  • Samverustundir með fjölbreyttum atriðum frá nemendum eru a.m.k. vikulega
  • Fjölbreyttir félagslegir viðburðir eru í boði fyrir nemendur t.d. félagsmiðstöð, dansleikir, bekkjarkvöld og fl.
 • Skólinn stuðlar að heilbrigði og velferð
  • Hreyfing og leikir eru markvisst notuð í starfinu
  • Útikennsla og útivist eru fastir liðir í námi
  • Skólinn stuðlar að hollu fæði nemenda
  • Nemendur fá fræðslu um heilbrigða lífshætti

                       
Allir með!

 • Í námi
 • Í starfi
 • Í leik
 • Í ákvörðunum
 • Til góðra verka