Fréttir

Umferðaröryggi

Börn yngri en níu ára mega ekki hjóla á akbraut – ef þau geta hjólað á gangstéttum og farið yfir á gangbraut er hins vegar heimilt að senda þau á hjóli í skólann. Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum. Barn yngra en 13 ára má ekki aka smáfarartæki. Lög um hjólreiðar í umferðinni 44. Grein laga
Lesa meira

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst

Skólasetning Naustaskóla verður föstudaginn 22. ágúst nk. Kl. 09:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 10:00 nemendur í 6.-10. bekk. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Kennsla hjá börnum 2.-10. hefst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundarskrá. Hjá 1. bekk verða viðtöl 22. og 25. ágúst og kennsla hefst hjá þeim þriðjudaginn 26. ágúst samkvæmt stundarskrá. Frístund opnar mánudaginn 25. ágúst.
Lesa meira

Gleðilegur útskriftardagur í Naustaskóla!

Útskrift 10. bekkjar Naustaskóla fór fram með glæsibrag fimmtudaginn 5. júní 2025
Lesa meira

Skólaslit Naustaskóla

Skólaslit 6. júní 1.-9. bekkur Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3., 5., 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Kl. 11:00 mæta nemendur 2., 4., 6. og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á skólaslit. Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. 5. júní útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 17:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð fyrir 10.bekk og aðstandendur auk starfsfólks.
Lesa meira

Naustaskóli viðurkenndur sem Byrjendalæsisskóli

Með mikilli ánægju tilkynnum við frábærar fréttir! Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!
Lesa meira

Skólahreysti

Í dag tekur Naustaskóli þátt í skólahreysti í beinni útsendngu á RÚV. Við hvetjum alla sem geta til að mæta í Íþróttahöllina og styðja okkar fólk en húsið opnar fyrir áhorfendum kl. 19:00. Keppnin hefst kl. 20:00 og eru fulltrúar okkar þau Bríet Halldóra Hjörvarsdóttir, Finnur Bessi Finnsson, Ragna Steinunn Heimisdóttir, Sylvía Mörk Kristinsdóttir, Veigar Leví Pétursson og Þórður Elfar Guðmundsson. Við óskum þeim góðs gengis!
Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna 2025

Hafsteinn Máni hlýtur bók í verðlaun
Lesa meira

Árshátíð Naustaskóla

Árshátíðin fer fram fimmtudaginn 10. apríl Sjá frekara skipulag í frétt
Lesa meira

Listaverk í Hofi eftir nemendur úr Naustaskóla

Á listasýningunni eru listaverk eftir nemendur í 2. til 10. bekk í Naustaskóla. Sýningin fjallar um einstaka náttúru Íslands.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 24. mars

Við minnum á starfsdaginn mánudaginn 24. mars. Frístund er opin frá kl 13:00 - 16:15 fyrir börn sem eru skráð.
Lesa meira