Fréttir

Skólaslit mánudaginn 5. júní

SKÓLASLIT • Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3.,5, og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Kl. 11:00 mæta nemendur 2.,4.,6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð fyrir aðstandendur útskriftarnema í boði nemenda og foreldra 9. bekkjar.
Lesa meira

Valgreinar skólaárið 2023-2024

Nú er komið að því að verðandi 8.-10. bekkur þarf að velja valgreinar fyrir næsta haust. Linkinn má finna hér á síðunnu undir nemendur/valgreinar http://www.naustaskoli.is/is/nemendur/valgreinar
Lesa meira

Samvinna barnanna vegna - fundur foreldra á Akureyri

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að auka vellíðan barnsins míns og skiptir samvinna foreldra máli þegar kemur að farsæld barnanna okkar? Foreldrar og forsjáraðilar barna í bænum eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri mánudaginn 15. maí frá kl. 20.15 til 21.30. Fundurinn verður einnig aðgengilegur í streymi fyrir þá sem ekki komast en til að fá link þarf að skrá sig með netfangi. Skráning er í gegnum þennan hlekk Viðburðurinn á Facebook.
Lesa meira

Lumar þú á tilnefningu til Foreldraverðlaunanna?

Í ár verða Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í 26. sinn og er opið fyrir tilnefningar á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is út 21. maí 2023. Við leitum sérstaklega eftir tilnefningum vegna einstaklinga eða hópa/verkefna sem hafa með einhverjum hætti stuðlað að því að efla samstarf heimilis og skóla og nærsamfélagsins. Verkefnin mega vera á öllum skólastigum og hægt er að tilnefna hvort sem er einstaklinga eða hópa sem standa fyrir verkefninu. Ekki er verra ef verkefnin hafa fest sig í sessi. Þá erum við að leita eftir einstaklingum sem hafa með framlagi sínu til lengri tíma haft jákvæð áhrif á samstarf heimila og skóla á einhverju skólastigi. Okkur þætti vænt um ef þú myndir koma þessum skilaboðum áfram innan þíns skólasamfélags og hvettir fólk til að tilnefna eða tilnefndir sjálf/sjálfur verkefni eða einstaklinga sem þér finnst eiga viðurkenningu skilið. Með kærri kveðju og fyrirfram þökk, Teymið hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra _____________________________________________ Heimili og skóli – landssamtök foreldra Laugavegur 176, 4.hæð, 105 Reykjavík Sími: 516 0100 Netfang: heimiliogskoli@heimiliogskoli.is
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla í gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til. Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar. Fjórir einstaklingar fengu viðurkenningu úr Naustaskóla: Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Lesa meira

Barnasáttmálinn - grein mánaðarins

MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA Börn eiga rétt á að iðka eigin trú, tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni.
Lesa meira

Jóhann Valur sigraði hæfileikakeppni Akureyrar 2023!

Jóhann Valur Björnsson sigraði hæfileikakeppni Akureyrar 2023 fyrir börn í 5.-10. bekk sem haldin er í tenglsum við Barnamenningahátíð. Yfir 30 atriði voru skráð í keppnina. Jóhann Valur flutti frumsamið píanóverk og bar sigur úr bítum. Við óskum honum innilega til hamingju!
Lesa meira

Starfsdagur á morgun, miðvikudag

Við minnum á starfsdaginn á morgun, miðvikudag og því er enginn skóli hjá börnunum. Frístund er opin fyrir börn sem eru skráð.
Lesa meira

Páskafrí

Við óskum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska með ósk um gott frí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 11. apríl.
Lesa meira

Árshátíðin - myndir

Árshátiðarsýningar gengu frábærlega og gaman að sjá hvað nemendur og kennarar voru stoltir eftir daginn. Takk fyrir að mæta, þið voruð góðir áhorfendur. Kaffisalan gekk frábærlega sem er ykkur að þakka, hér svignuðu borð af glæsilegum kræsingum.Seinni árshátíðardagurinn, fimmtudagurinn, var sérstaklega tileinkaður nemendum en þeir unnu þvert á aldur á stöðvum og höfðu gaman. Síðan var borðaður hátíðarmatur og í eftirmat bauð foreldrafélagið upp á ís. Mikil var gleði nemenda, takk fyrir ykkar framlag. Hér í skólanum er mikið af tertufötum og ílátum sem við biðjum ykkur að sækja sem allra fyrst.
Lesa meira