Fréttir

Nemendadagurinn í gær - myndir

Í gær var nemendadagur í Naustaskóla og var hefðbundin dagskrá brotin upp. Lítið íþróttamót fór fram þar sem keppni var milli nemenda og starfsfólks og var hörð og spennandi keppni og tóku áhorfendur virkan þátt. Nemendur sigruðu í fótboltakeppni en körfubolta og blakleiki unnu starfsmenn. Því næst fór fram hæfileikakeppni nemenda og voru hvorki meira né minna en um þrjátíu atriði á dagskrá svo dómnefndin átti ekki auðvelt val fyrir höndum. Frammistaða nemenda var til fyrirmyndar í söng, dansi, hljóðfæraleik, töfrabrögðum og fleiru. En það fór svo að Þórunn Birna Kristinsdóttir í 5. bekk sigraði keppnina með frábæru dansatriði. Í öðru sæti var Anna Líf Diego í 3. bekk sem einnig sýndi dans og í 3. sæti var Jóhann Valur Björnsson í 5. bekk sem spilaði á hljómborð. Myndir frá deginum má sjá hér!
Lesa meira

Naustaskóli hlýtur styrk frá Norðurorku

Síðastliðinn föstudag fékk Naustaskóli afhentan styrk frá Norðurorku að upphæð 100 þúsund kr. til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu. Bryndís skólastjóri og Eva námsráðgjafi veittu styrknum viðtöku. Hér má sjá frétt frá styrkveitingunni á heimsíðu Norðurorku.
Lesa meira

Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í gær sem byrjuðu á samveru nemenda og kennara. Nemendur úr 4. bekk sýndu fallegan helgileik á sal og að því loknu fóru allir í íþróttasalinn sem búið var að setja í hátíðarbúning. Dansað var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik Heimis Bjarna. Hurðarskellir og Kjötkrókur mættu í dans og söng og færðu börnunum mandarínur. Hér má sjá nokkrar myndir frá samverunni. Að lokum óskum við öllum nemendum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. Við minnum á að 3. janúar er starfsdagur í Naustaskóla og Frístund er lokuð þann dag. Skóli hefst samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Uppskeruhátíð lestrarátaks

Í gær var uppskeruhátíð lestrarátaks og af því tilefni var efnt til samveru á sal. Stúlkur úr 6. og 7. bekk sýndu dansatriði og sungu undir stjórn Bobbu listgreinakennara. Verðlaun hlutu 2. og 3. bekkur fyrir mestan lestur per mann á yngra stigi 6. og 7. bekkur á eldra stigi. Sjá myndir af verðlaunahöfum. Fyrir hönd yngra stigs tóku Megan Ella og Natan Dagur á móti verðlaunum og Katla Björk og Anton Logi fyrir eldra stig. Sjá myndir af verðlaunahöfum.
Lesa meira

Litlu jólin fimmtudaginn 21. desember kl. 09:00-10:30

Hér má sjá skipulag Litlu jólanna nk. fimmtudag. 9:00 - Nemendur mæta í skólann og fara allir á sín heimasvæði til umsjónarkennara. Jólasaga lesin á hverju svæði, kakó í boði foreldrafélagsins. 9:45 – Helgileikur þar sem 4. bekkur sýnir á hátíðarsal skólans. 10:00 – Dansað í kringum jólatréð í íþróttasal Naustaskóla og jólasveinar koma í heimsókn. 10:30 – Nemendur komnir í jólafrí
Lesa meira

Árshátíðarball í kvöld

Í kvöld, föstudagskvöldið 15. desember stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi Naustaskóla fyrir 7.-10 bekk. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30 og mega taka með sér vin (sem þarf þó að vera í 7. bekk eða eldri). Aðgangur er 1500 kr og sjoppa verður á staðnum og posi. Floni mætir á svæðið og DJ Viktor Axel sér um fjörið.
Lesa meira

Jólaþemadagur á morgun

Við minnum á að á morgun, föstudag er jólaþemadagur og frjálst nesti. Gos og sælgæti er þó ekki leyfilegt en má koma með smákökur og safa. Einnig er jólapeysu-/jólasveinahúfudagur!
Lesa meira