05.09.2024
Því miður verðum við að fresta útivistardeginum vegna veður til morguns, föstudags í von um að veðrið leiki við okkur þá!
Kennsla verður samkvæmt stundarskrá í dag.
Lesa meira
13.08.2024
Nú hafa endurskoðuð tekjuviðmið og nýjar reglur um tekjutengda afslætti verið afgreiddar í bæjarráði Akureyrarbæjar.
Þeir foreldrar / forráðamenn sem telja sig geta nýtt afslætti vegna tekjutengingar á komandi skólaári þurfa að sækja um og skila gögnum þar að lútandi gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar fyrir 15. ágúst 2024.
Lesa meira
08.08.2024
Skólasetning Naustaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum á sal skólans:
Kl. 09:00 nemendur í 2.-5. bekk
Kl. 10:00 nemendur í 6.-10. bekk.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur.
Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst svo föstudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla mánudaginn 26. ágúst.
Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar um skólabyrjun í bréfi.
Lesa meira
27.05.2024
Fimmtudagur 6. júní - skólaslit
Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3., 5., 7. og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2., 4., 6. og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 15:00 Skólaslit 10.bekkjar - kaffiveitingar eftir skólaslit.
Frístund er lokið þennan dag.
Lesa meira
23.04.2024
Við minnum á starfsdaga í Naustaskóla á morgun, miðvikudag og föstudag og því enginn skóli. Frístund er lokuð báða dagana.
Lesa meira
05.04.2024
Útivistardagurinn í gær var alveg með besta móti og veðirð lék heldur betur við okkur enda var ekki hægt annað en lengja viðveru í fjallinu. Það sést á myndum sem hér má sjá frá deginum, allir með bros á vör.
Lesa meira
12.03.2024
Til foreldra og forráðamanna nemenda í Naustaskóla
Árshátíðarvika í Naustaskóla dagana 19. - 22. mars.
Fimmtudaginn 21. mars bjóðum við foreldrum og aðstandendum að koma og sjá nemendur stíga á svið. Sýndar verða fjórar sýningar þann dag kl. 9:00, kl. 12:00, kl. 15:00 og kl. 18:00. Foreldrar fá sendar upplýsingar um í hvaða sýningarhóp þeirra börn eru og á hvaða sýningum þau sýna. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar og rennur allur ágóði í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð fyrir fullorðna er 1000 kr. og fyrir börn 500 kr. - hægt verður að greiða með greiðslukorti.
Á fimmtudeginum – sýningardegi, mæta nemendur einungis til að sýna en nemendur í 1. - 3. bekk geta verið í Frístund frá 8:00 - 13:00 þann dag, skráning er óþörf. Eftir hádegi er Frístund einungis opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Á föstudaginn ljúkum við þessari viku með rólegheitum inni á svæðum þar sem kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt með nemendum. Við minnum á að skóla líkur kl. 12 á þann dag/föstudaginn 22. mars, en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Kökur fyrir kaffihlaðborðið
Sú hefð hefur skapast í Naustaskóla að hvert heimili kemur með einn rétt eða eina köku á hlaðborð en gestum árshátíðarinnar gefst kostur á að kaupa sér kaffi og með því í lok sýninganna. Ágóði kaffisölunnar rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en þau sjá um kaffisöluna ásamt foreldrum sínum. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel hingað til og vonum við að svo verði áfram. Næstu árgangar munu síðan njóta góðs af kaffisölu á árshátíðum í framtíðinni. Búið er að setja upp skipulag yfir hvað ætlast er til að hver árgangur komi með og er það hér í viðhengi.
Ef í skólanum eru fleiri en eitt barn frá sama heimili má velja hvorn réttinn það kemur með.
Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl. 8:15 -11:00 á árshátíðardaginn/ fimmtudaginn 21. mars.
Við biðjum ykkur að merkja ílát vel með nafni barns ykkar svo það skili sér aftur heim.
Verð fyrir fullorðna á kaffihlaðborðið er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir grunnskólanemendur.
Í viðhengi er hægt að skoða skipulag sýninganna og tímasetningar og bakstursplan.
Gleðilega páska!
Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira
08.03.2024
Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri var haldin í Hofi í gær. Fulltrúi okkar, Konný Björk Þórðardóttir varð í 2. sæti keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju með frammistöðuna.
Lesa meira
28.02.2024
Í dag var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð á sal skólans og stóðu sig vel. Dómnefnd var skipuð af Hólmfríði Sigurðardóttur, Maríu Steingrímsdóttur og Þorgerði Sigurðardóttur. Valdir voru fulltrúarnir Eyþór Páll Ólafsson, Konný Björk Þórðardóttir og Máni Kristjánsson til keppa fyrir hönd skólans í aðalkeppninni sem fram fer í Hofi þann 7. mars nk.
Lesa meira
28.02.2024
Á morgun, fimmtudaginn 29. febrúar er nemendum í 9. og 10. bekk boðið að að koma á Starfamessu og kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.
Starfamessan verður haldin í Háskólanum á Akureyri og stendur frá klukkan 09:00-12:00 og er árlegur viðburður skipulagður af náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Á Starfamessunni verða fjölmörg fyrirtæki og stofnanir saman á einum stað til þess að kynna sig og sína starfssemi fyrir nemendum sem eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir og þeim framtíðarmöguleikum sem í boði eru.
Lesa meira