Fréttir

Litlu jól á föstudag - skipulag

Á föstudaginn höldum við Litlu jól í Naustaskóla. Allir nemendur í 1.-7. bekk mæta spariklæddir kl. 09:00 á sín heimasvæði og eiga sín stofujól. Kl. 10:00 verður samkoma á sal þar sem nemendur í 4. bekk sýna helgileik. Kl. 10:30-11:00 verður dansað í kringum jólatréð og aldrei að vita nema jólasveinar kíki í heimsókn. Skóla lýkur kl. 11:00 og nemendur því komnir í jólafrí.
Lesa meira

Fimmtudagur jólaþema - frjálst nesti - jólahúfu/peysudagur

Á fimmtudaginn næstkomandi, þann 13. desember verður jólaþemadagur hjá okkur í skólanum og verður sannkölluð jólastemming í húsinu. Allir nemendur geta valið sér stöðvar sem verða um allt hús þar sem m.a. verður boðið upp á fjölbreytt jólaföndur, hreyfingu, leiki, útiveru og margt fleira. Það verður frjálst nesti hjá krökkunum en þó er sælgæti, snakk og gos ekki leyfilegt. Svo er að sjálfsögðu jólahúfu og jólapeysudagur! Skóladegi lýkur kl. 13:10 hjá öllum nemendum en valgreinar hjá unglingadeild verða þó kenndar.
Lesa meira

Árshátíðarball í kvöld

Í kvöld, föstudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og verður posi til staðar. Einnig verður sjoppa og krapvél á staðnum.
Lesa meira

Bingóauglýsing frá 10. bekk

Kæru vinir og vandamenn! Við í 10. bekk í Naustaskóla erum að halda bingó þann 4. desember næstkomandi. Það verður frá 18:00 - 20:00. Spjaldið verður á litlar 500kr. Hrikalega flottir og veglegir vinningar í boði fyrir alla fjölskylduna! Pylsur og drykkir verða til sölu í hléi. Endilega láttu sjá þig!
Lesa meira

Verklagsreglur vegna óveðurs eða ófærðar

Þar sem nú er spáð leiðindaveðri um land allt viljum við benda á verklagsreglur sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Á föstudaginn sl. héldum við dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Nemendur og starfsfólk komu saman á sal og sungu. Ný kjörinn formaður nemendaráðs, Baldur Ásgeirsson hélt ræðu og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur heiðraði okkur með nærveru sinni og las sögu sem hún skrifaði sérstaklega fyrir skólann. Hér má sjá nokkrar myndir frá samkomunni.
Lesa meira

Vinakeðja - barátta gegn einelti

Í gær, 8. nóvember var dagur eineltis. Nemendur og starfsfólk ákváðu í því tilefni að fara út og haldast í hendur og mynda þannig vinakeðju utan um skólann.
Lesa meira

Úrslit kosninga í nemendaráð

Í gær var gengið til kosninga í nemendaráð. Frambjóðendur stigu á svið og kynntu sig og sumir héldu sköruglega framboðsræðu og kynntu sín stefnumál. Úrslit kosninga urðu svo sem hér segir:
Lesa meira