Fréttir

Verkefni tengt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna

Síðastliðnar þrjár vikur hafa nemendur verið að vinna að Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Þau sýndu í dag afurð þessarar vinnu á salnum fyrir starfsfólk og nemendur skólans. Hér má sjá eitt af verkefnum krakkanna...
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla mánudaginn 2. október

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla verður haldinn á sal skólans þann 2. október kl. 20:00
Lesa meira

Myndir frá útivistardegi

Hér má sjá nokkrar myndir frá vel heppnuðum útivistardegi í dásamlegu haustveðri.
Lesa meira

Heimsókn forsetahjónanna í Naustaskóla í dag

Í dag heimsóttu forsetahjónin Naustaskóla ásamt föruneyti og bæjarstjóranum á Akureyri. Heimsóknin var afar ánægjuleg og tókst mjög vel. Yngstu nemendurnir tóku á móti gestunum fyrir utan skólann með fánum og blöðrum í íslensku fánalitunum. Inni í andyri skólans sungu nemendur í 4. bekk fyrir gesti og síðan var haldið inn í sal þar sem nemendur stýrðu dagskránni. Þau sögðu frá ýmsu sem tengdist skólalífinu, sögðu frá fánanum í matsal skólans og gildi hans en hann var unninn á þemadögum á 10 ára afmæli skólans. Nemendur kynntu skipulag og niðurstöður skólaþings sem haldið var sl. vetur og sögðu um leið frá innleiðingu réttindaskólans. Að lokinni þessari samveru á sal gengu gestir inn í unglingadeildina og heilsuðu upp á nemendur þar. Við erum afskaplega stolt af nemendum og starfsfólki skólans eftir þessa vel heppnuðu heimsókn. Á myndinni má sjá nemendur í 3. og 4. bekk sem sungu svo fallega fyrir forsetahjónin.
Lesa meira

Skólasetning þriðjudaginn 22. ágúst

Þriðjudaginn 22. ágúst er skólasetning í Naustaskóla Nemendur mæti á eftirfarandi tímum á sal skólans: Kl. 09:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 10:00 nemendur í 6.-10. bekk. Skólastjóri verður með stutt ávarp stutt ávarp og síðan fara nemendur með kennurum sínum inn á svæði. Þennan dag hefjast viðtöl hjá 1. Bekk. Frístund er opin frá kl. 8:00 – 16:00 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.
Lesa meira

Skólaslit mánudaginn 5. júní

SKÓLASLIT • Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3.,5, og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Kl. 11:00 mæta nemendur 2.,4.,6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð fyrir aðstandendur útskriftarnema í boði nemenda og foreldra 9. bekkjar.
Lesa meira

Valgreinar skólaárið 2023-2024

Nú er komið að því að verðandi 8.-10. bekkur þarf að velja valgreinar fyrir næsta haust. Linkinn má finna hér á síðunnu undir nemendur/valgreinar http://www.naustaskoli.is/is/nemendur/valgreinar
Lesa meira

Samvinna barnanna vegna - fundur foreldra á Akureyri

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að auka vellíðan barnsins míns og skiptir samvinna foreldra máli þegar kemur að farsæld barnanna okkar? Foreldrar og forsjáraðilar barna í bænum eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri mánudaginn 15. maí frá kl. 20.15 til 21.30. Fundurinn verður einnig aðgengilegur í streymi fyrir þá sem ekki komast en til að fá link þarf að skrá sig með netfangi. Skráning er í gegnum þennan hlekk Viðburðurinn á Facebook.
Lesa meira

Lumar þú á tilnefningu til Foreldraverðlaunanna?

Í ár verða Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í 26. sinn og er opið fyrir tilnefningar á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is út 21. maí 2023. Við leitum sérstaklega eftir tilnefningum vegna einstaklinga eða hópa/verkefna sem hafa með einhverjum hætti stuðlað að því að efla samstarf heimilis og skóla og nærsamfélagsins. Verkefnin mega vera á öllum skólastigum og hægt er að tilnefna hvort sem er einstaklinga eða hópa sem standa fyrir verkefninu. Ekki er verra ef verkefnin hafa fest sig í sessi. Þá erum við að leita eftir einstaklingum sem hafa með framlagi sínu til lengri tíma haft jákvæð áhrif á samstarf heimila og skóla á einhverju skólastigi. Okkur þætti vænt um ef þú myndir koma þessum skilaboðum áfram innan þíns skólasamfélags og hvettir fólk til að tilnefna eða tilnefndir sjálf/sjálfur verkefni eða einstaklinga sem þér finnst eiga viðurkenningu skilið. Með kærri kveðju og fyrirfram þökk, Teymið hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra _____________________________________________ Heimili og skóli – landssamtök foreldra Laugavegur 176, 4.hæð, 105 Reykjavík Sími: 516 0100 Netfang: heimiliogskoli@heimiliogskoli.is
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla í gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til. Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar. Fjórir einstaklingar fengu viðurkenningu úr Naustaskóla: Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Lesa meira