Fréttir

Gjöf frá foreldrafélaginu

Skólanum barst á dögunum höfðingleg peningagjöf frá foreldrafélaginu til kaupa á bókum á bókasafnið að upphæð 100.000 kr. og nú hafa hillur verið fylltar af nýjum bókum. Þessi gjöf kemur sér aldeilis vel í miðju lestarátaki skólans og lestrarormurinn lengist og lengist og nær nú yfir hálfan matsalinn.
Lesa meira

Leikhúsferð hjá 1.-4. bekk

Í gær, þriðjudag, var öllum nemendum í 1. - 4. bekk boðið í leikhús í Hofi á sýninguna Heyrðu villuhrafninn á vegum verkefnisins List fyrir alla. Farið var með rútum fram og til baka og gékk ferðin ljómandi vel og nemendur nutu sýningar.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin - myndir

Í gær fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Dómarar voru þau Svanbjörg Sverrisdóttir, Bryndís Arnardóttir og Þorgeir Rúnar Finnsson. Það voru þær Telma Ósk Þórhallsdóttir, Salka Sverrisdóttir og til vara Vilhjálmur Sigurðsson sem valin voru fyrir hönd Naustaskóla til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer á sal Menntaskólans á Akureyri þann 7. mars nk.
Lesa meira

Starfamessa í Háskólanum

Síðastliðinn föstudag 23. febrúar var svokölluð Starfamessa haldin í annað sinn fyrir 9 og 10 bekkinga grunnskólanna á Akureyri. Um 30 fyrirtæki og stofnanir á Akureyri komu saman í HA og kynntu störfin og menntun innan síns fyrirtækis. Virkilega skemmtilegur og vel heppnaður dagur.
Lesa meira

Opið hús fyrir verðandi 1. bekk í dag

Opið hús í grunnskólum Akureyrar 2018 verður 22. og 23. febrúar, frá kl. 09:00 - 11:00. Skólunum er skipt niður á þessa tvo daga eins og hér segir: Fimmtudaginn 22. febrúar 2018, kl. 09:00 - 11:00 Brekkuskóli Glerárskóli Lundarskóli Naustaskóli Föstudaginn 23. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:00 Giljaskóli Oddeyrarskóli Síðuskóli
Lesa meira

Verklagsreglur vegna óveðurs

Að gefnu tilefni viljum við benda á verklagsreglur frá fræðslusviði Akureyrarbæjar á heimasíðu okkar varðandi viðbrögð og ábyrgð foreldra í óveðrum:
Lesa meira

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði

• Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri. • Fimmtudaginn 15. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds. Opið verður frá kl. 10-19. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls. • Föstudaginn 16. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00), Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18). Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 17. febrúar (opið frá kl. 14-16).
Lesa meira

Búningaball fyrir 1.-3. og 4.-7. bekk

Mánudaginn 12. febrúar er búningaball fyrir 1.-3. bekk kl. 16:30-18:00 og 4. - 7. bekk í Naustaskóla kl. 18:00 - 19:30. Nemendur eiga endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið er popp fyrir 1.-3. bekk en fyrir 4.-7. bekk verður verður sjoppa á staðnum. Það verður mikið tjúttað, farið í leiki og haft gaman. Böllin eru fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í vor.
Lesa meira

Hlíðarfjall - myndir

Útivistardagurinn tókst með afbrigðum vel og veðrið með besta móti, bjart og fallegt í fjallinu og nemendur og starfsfólk komu til baka með bros á vör og rauðar kinnar! Hér má sjá myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira