Fréttir

Gleðilegt ár! - upplýsingar um skólahald á nýju ári.

Kæra skólasamfélag Naustaskóla Við sendum okkar bestu nýárskveðjur og hlökkum til samstarfs við ykkur á nýju ári. Þann 21. desember kom út ný reglugerð um skólahald og í henni segir að hefja megi skólastarf í grunnskólum samkvæmt stundaskrá eftir áramótin. Þann 5. janúar munum við hefja skólastarf samkvæmt stundarskrá án nokkurra takmarkana. Allir nemendur mæta kl. 8:10 og ganga inn um sinn venjulega inngang. Við minnum á að Þann 4. janúar er skipulagsdagur og þann dag er Frístund lokuð. Við hefjum nýja árið 2021 full bjarstýni um að það færi okkur öllum gleði og gæfu.
Lesa meira

Jólakveðja

Litlu jól í Naustaskóla voru að þessu sinni haldin með dálítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna eins og margt annað þessa dagana. Við áttum þó notalega stund í fallega skreyttum stofum í hverjum hópi fyrir sig, kakó og piparkökur voru í boði foreldrafélagsins og helgileikur 4. bekkjar sýndur á skjá. Heimir deildarstjóri og Magnús kennari héldu uppi stuði með jólasöngvum með hjálp tækninnar og slógu rækilega í gegn! Síðast en ekki síst heiðraði Kjötkrókur okkur með nærveru sinni þó hann hafi ekki hætt sér inn fyrir dyrnar. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með von um bjartari og betri tíð á komandi ári. Við byrjum á starfsdegi þann 4. janúar og verður Frístund lokuð þann dag en skólahald hefst svo þriðjudaginn 5. janúar. Hér er linkur á nokkrar myndir....
Lesa meira

Litlu jól mánudaginn 21. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn Litlu jólin í Naustaskóla verða með aðeins breyttu sniði í ár. Við leggjum upp með að hafa huggulega stund inn á því svæði sem nemendur hafa verið á síðustu vikur. Það verður kakó og piparkökur í boði fyrir nemendur en þau mega einnig taka með sér auka nesti. Helgileikurinn verður síðan sýndur á skjá en hann verður tekinn upp á fimmtudeginum. Það er óhætt að segja að í hópi 4. bekkjar eru mjög margir efnilegir söngvarar og teljum við nokkuð öruggt að einhverjir muni ná langt í sönglistinni Foreldrar 4. bekkjar fá senda slóðina í tölvupósti á föstudeginum og geta því sest niður með börnunum og horft með þeim á helgileikinn með jólaöli og smákökum! Því miður verður ekki dansað í kringum jólatréð í ár en við deyjum ekki ráðalaus og munu tveir starfsmenn skólans vera með live tónleika í gegnum teams forritið. Það fá allir nemendur texta með jólalögunum og við höfum fulla trú á því að það verði frábær jólastemning á jólatónleikum Naustaskóla. Tímasetningar á litlu jólum. 1. hópur mætir Kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 1. – 3. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennara. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar og að lokum höfum við heyrt að nokkrir þrælskemmtilegir jólasveinar muni kíkja á krakkana. 2. hópur mætir kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 4. bekk og nemendur í 6. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. 3. hópur mætir kl. 10:10- 11:40. Það eru nemendur í 5. bekk og nemendur í 7. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. 4. hópur mætir kl. 9:00 – 10:30. Það eru nemendur á unglingadeild. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. Ef eitthvað er óljóst varðandi litlu jólin og skipulagið þann 21. desember þá má hafa samband við umsjónarkennara. Kær kveðja og gleðileg jól, Stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Glaðningur frá foreldrafélaginu

Starfsfólk Naustaskóla þakkar innilega fyrir fallega gjöf frá foreldrafélaginu sem gladdi með kaffinu í dag:)
Lesa meira

Ný heimasíða Barnasáttmála

Í tilefni af Alþjóðadegi barna var nýrri síðu ýtt úr vör https://www.barnasattmali.is. Þarna er ýmsan fróðleik að finna, bæði fyrir foreldra og kennara.
Lesa meira

Útivera hjá 3. bekk

Dásamlegur morgun hjá 3. bekk í dag þar sem við söfnuðum hamingju í hjartað með útiveru í Naustaborgum og þoturassagleði á braut 14 á golfvellinum. Hvetjum alla til að nýta sér paradísina í bakgarðinum okkar og taka helgarkaffið utandyra með tilheyrandi gleði.
Lesa meira

Skólastarf í Naustaskóla til 2. desember

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Naustaskóla Ákveðið hefur verið að skipulag skólastarfs í Naustaskóla verði með óbreyttu sniði til 2. desember. þó með þeim breytingum að nemendur í 5.- 7. bekk þurfa ekki að bera grímur í skólanum. Skólastarfið hefur gengið vel með þessu skipulagi við þessar erfiðu aðstæður og nú sem endranær munum við leitast við að mæta þörfum nemenda okkar sem best og gera viðfangsefnin í skólanum fjölbreytt og skemmtileg. Ef einhverjar spurningar vakna þá biðjum við ykkur að hafa samband við okkur stjórnendur eða umsjónarkennara. Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir ykkar góða stuðning og góða samstarf. Stjórnendur Naustaskóla. Bryndís, Alla og Heimir Örn.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til foreldra og forráðamanna barna í Naustaskóla.

Til foreldra og forráðamanna barna í Naustaskóla. Í gær greindist ég með covid 19. Ég er því komin í einangrun og verð frá störfum næstu 14 daga. Samkvæmt ráðleggingum frá sóttvarnaryfirvöldum var búið að hólfa starfsfólk niður í sóttvarnarhólf með sér kaffistofum. Í samráði við sóttvarnalækni fara sjö starfsmenn í sóttkví í dag - allt starfsmenn sem hafa vinnuaðstöðu í stjórnendaálmunni. Þar á meðal er Aðalheiður aðstoðarskólastjóri og Kristjana ritari. Heimir deildarstjóri var í öðru sóttvarnarhólfi innan skólans og er því ekki að fara í sóttkví. Skólastarf helst að öðru leiti óbreytt og fleiri þurfa ekki að fara í sóttkví þar sem ég fór ekkert út úr mínu hólfi í gær og hitti ekki aðra en þá starfsmenn sem fara í sóttkví og enga nemendur. Þessa vikuna sem Kristjana ritari verður í sóttkví biðjum við ykkur að nýta mentor ef skrá þarf veikindi eða biðja um leyfi þessa viku - einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Kristjönu; kristjana@akmennt.is eða senda tölvupóst á umsjónarkennara barnsins. Ef hafa þarf samaband við stjórnendur má senda tölvupóst á Öllu á netfangið allas@akmennt.is og Heimi á netfangið heimirorn@akmennt.is. Símanúmer Öllu er: 8628880 Símanúmer Heimis er: 8626352. Við minnum svo á starfsdaginn á föstudaginn en þann dag er Frístund opin allan daginn. Með von um skilning og gott samstarf á þessum erfiðu covid tímum. Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Lesa meira

Skólastarf 4.-18. nóvember

Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á viðveru nemenda eftir árgöngum. Mikilvægt er að þessar tímasetningar séu virtar til þess að lágmarka megi samgang nemenda.  1.- 4. bekkur verður í skólanum frá kl. 8:10 – 12:30. Þau fá að borða í skólanum og þau börn sem eru skráð í Frístund fara þangað þegar skóla líkur. Foreldrar barna í frístund eru beðin um að senda þau með nesti fyrir síðdegishressingu en boðið verður upp á drykki í skólanum.  5. – 7. bekkur. Verður í skólanum frá kl. 8:30 – 12:00. Ekki er hægt að bjóða upp á mat fyrir þennan hóp.  8. – 10. bekkur – verður í fjarkennslu vikuna 4. – 6. nóvember. Ákvörðun um framhald fjarkennslunnar í vikulok.  Frístund er einungis opin fyrir nemendur i 1. – 3. bekk Ekki er hægt að bjóða upp á ávexti í nestistímum og þurfa nemendur því að koma með hollt nesti að heiman. Við munum ekki bjóða upp á hafragraut næstu vikur. Þessar upplýsingar eru vissulega ekki tæmandi og margar spurningar munu eflaust vakna. Við biðjum ykkur að kynna ykkur þessar upplýsingar vel og einnig upplýsingar frá kennurum. Við bendum á að mikilvægt er að fylgjast með tölvupósti og á heimasíðu skólans þar sem allar helstu upplýsingar verða settar inn eftir þörfum. Mögulega verða einhverjar breytingar á skipulagi næstu daga. Við minnum okkur öll á að við gegnum mikilvægu hlutverki í almannavörnum og erum meðvituð í samskiptum og sóttvörnum. Við höfum takmarkað aðgengi að skólanum og bendum foreldrum á að þau mega ekki kom inn í skólabygginguna. Mikilvægt er að tilkynna til skólans veikindi eða ef barn eða fjölskylda fer í sóttkví. Ákveði foreldrar að halda börnum sínum heima eða að nýta ekki Frístund biðjum við um að senda þær upplýsingar til ritara skólans. Við stjórnendur og starfsfólk Naustaskóla erum þakklát fyrir þann stuðning og velvilja sem við höfum fundið fyrir í þessum erfiðu aðstæðum. Á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að við tökum höndum saman til þess að tryggja að börnunum líði vel og að þau finni fyrir öryggi. Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember 2020

Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður viðtalsdagur í Naustaskóla. Miðvikudaginn 4. nóvember verður starf í Naustaskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum. Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag. Stjórnendur Naustaskóla Bryndís, Alla og Heimir.
Lesa meira