Fréttir

Enginn skóli á morgun - Frístund lokuð.

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma eða til 1. apríl. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður. Starfsfólk Naustaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra páska.
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum

Hér koma nokkrar myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira

Naustaskóli sigrar Stóru upplestrarkeppnina!

Í gær, miðvikudag fór fram í Menntaskólanum á Akureyri Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar. Við áttum tvo verðuga fulltrúa þar, þau Jóhann Val Björnsson og Birtu Gísladóttur. Jóhann Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Katrín Lóa Ingadóttir spilaði á flautu við athöfnina. Við óskum Jóhanni innilega til hamingju svo og fjölskyldu hans og kennurum. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu valinn texta og ljóð og stóðu sig með prýði. Dómnefnd valdi tvo aðalfulltrúa og einn til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppnin sem fer fram í Kvos Menntaskólans á Akureyri, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 16:30. Að þessu sinni voru valdir fulltrúar þau Birta Gísladóttir og Jóhann Valur Björnsson og Frosti Orrason til vara. Við óskum þeim innilega til hamingju. Í dómnefnd voru Aníta Jónsdóttir, Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 1. mars

Við minnum á að á mánudaginn er starfsdagur og því enginn skóli en Frístund er opinn kl. 08:00 - 16:00 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Vetrarfrí

Á morgun, miðvikudag hefst vetrarfrí í öllum grunnskólum á Akureyri í þrjá daga. Frístund er lokuð miðvikudag, en opin frá kl. 13:00-16:15 fimmtudag og föstudag fyrir þá sem þar eru skráðir. Vonum að allir hafi það sem best í fríinu.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf að nýju!

Kæru foreldrar/forráðamenn. Gleðilegt nýtt ár! Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að á morgun 5. janúar munum við hefja hefðbundið skólastarf að nýju. Allir nemendur mæta kl. 8:10 og ganga inn um sína vanalegu innganga inn í skólann. Kennt verður samkvæmt stundarskrá – það þýðir að við munum kenna sund, íþróttir og sérgreinar sem við þurftum að fella niður síðustu tvo mánuði og nemendur verða í skólanum fullan skóladag. Einnig getum við boðið öllum nemendum sem skráðir eru í mat að borða. Skólinn mun opna kl. 7:45 Valgreinar á unglingastigi hefjast 12. janúar. Að sjálfsögðu þurfa allir bæði nemendur og starfsfólk að huga vel að sóttvörnum, handþvotti og sótthreinsun. Ekki er lengur grímuskylda hjá nemendum. Við hlökkum til að taka á móti öllum nemendum okkar kl. 8:10 á morgun. Með kveðju og von um eðlilegt og farsælt skólastarf næstu mánuði. Skólastjórnendur Naustaskóla Bryndís, Aðalheiður og Heimir Örn
Lesa meira

Gleðilegt ár! - upplýsingar um skólahald á nýju ári.

Kæra skólasamfélag Naustaskóla Við sendum okkar bestu nýárskveðjur og hlökkum til samstarfs við ykkur á nýju ári. Þann 21. desember kom út ný reglugerð um skólahald og í henni segir að hefja megi skólastarf í grunnskólum samkvæmt stundaskrá eftir áramótin. Þann 5. janúar munum við hefja skólastarf samkvæmt stundarskrá án nokkurra takmarkana. Allir nemendur mæta kl. 8:10 og ganga inn um sinn venjulega inngang. Við minnum á að Þann 4. janúar er skipulagsdagur og þann dag er Frístund lokuð. Við hefjum nýja árið 2021 full bjarstýni um að það færi okkur öllum gleði og gæfu.
Lesa meira

Jólakveðja

Litlu jól í Naustaskóla voru að þessu sinni haldin með dálítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna eins og margt annað þessa dagana. Við áttum þó notalega stund í fallega skreyttum stofum í hverjum hópi fyrir sig, kakó og piparkökur voru í boði foreldrafélagsins og helgileikur 4. bekkjar sýndur á skjá. Heimir deildarstjóri og Magnús kennari héldu uppi stuði með jólasöngvum með hjálp tækninnar og slógu rækilega í gegn! Síðast en ekki síst heiðraði Kjötkrókur okkur með nærveru sinni þó hann hafi ekki hætt sér inn fyrir dyrnar. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með von um bjartari og betri tíð á komandi ári. Við byrjum á starfsdegi þann 4. janúar og verður Frístund lokuð þann dag en skólahald hefst svo þriðjudaginn 5. janúar. Hér er linkur á nokkrar myndir....
Lesa meira

Litlu jól mánudaginn 21. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn Litlu jólin í Naustaskóla verða með aðeins breyttu sniði í ár. Við leggjum upp með að hafa huggulega stund inn á því svæði sem nemendur hafa verið á síðustu vikur. Það verður kakó og piparkökur í boði fyrir nemendur en þau mega einnig taka með sér auka nesti. Helgileikurinn verður síðan sýndur á skjá en hann verður tekinn upp á fimmtudeginum. Það er óhætt að segja að í hópi 4. bekkjar eru mjög margir efnilegir söngvarar og teljum við nokkuð öruggt að einhverjir muni ná langt í sönglistinni Foreldrar 4. bekkjar fá senda slóðina í tölvupósti á föstudeginum og geta því sest niður með börnunum og horft með þeim á helgileikinn með jólaöli og smákökum! Því miður verður ekki dansað í kringum jólatréð í ár en við deyjum ekki ráðalaus og munu tveir starfsmenn skólans vera með live tónleika í gegnum teams forritið. Það fá allir nemendur texta með jólalögunum og við höfum fulla trú á því að það verði frábær jólastemning á jólatónleikum Naustaskóla. Tímasetningar á litlu jólum. 1. hópur mætir Kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 1. – 3. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennara. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar og að lokum höfum við heyrt að nokkrir þrælskemmtilegir jólasveinar muni kíkja á krakkana. 2. hópur mætir kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 4. bekk og nemendur í 6. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. 3. hópur mætir kl. 10:10- 11:40. Það eru nemendur í 5. bekk og nemendur í 7. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. 4. hópur mætir kl. 9:00 – 10:30. Það eru nemendur á unglingadeild. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl. Ef eitthvað er óljóst varðandi litlu jólin og skipulagið þann 21. desember þá má hafa samband við umsjónarkennara. Kær kveðja og gleðileg jól, Stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira