Fréttir

Naustaskóli hlýtur styrk frá Norðurorku

Síðastliðinn föstudag fékk Naustaskóli afhentan styrk frá Norðurorku að upphæð 100 þúsund kr. til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu. Bryndís skólastjóri og Eva námsráðgjafi veittu styrknum viðtöku. Hér má sjá frétt frá styrkveitingunni á heimsíðu Norðurorku.
Lesa meira

Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í gær sem byrjuðu á samveru nemenda og kennara. Nemendur úr 4. bekk sýndu fallegan helgileik á sal og að því loknu fóru allir í íþróttasalinn sem búið var að setja í hátíðarbúning. Dansað var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik Heimis Bjarna. Hurðarskellir og Kjötkrókur mættu í dans og söng og færðu börnunum mandarínur. Hér má sjá nokkrar myndir frá samverunni. Að lokum óskum við öllum nemendum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. Við minnum á að 3. janúar er starfsdagur í Naustaskóla og Frístund er lokuð þann dag. Skóli hefst samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Uppskeruhátíð lestrarátaks

Í gær var uppskeruhátíð lestrarátaks og af því tilefni var efnt til samveru á sal. Stúlkur úr 6. og 7. bekk sýndu dansatriði og sungu undir stjórn Bobbu listgreinakennara. Verðlaun hlutu 2. og 3. bekkur fyrir mestan lestur per mann á yngra stigi 6. og 7. bekkur á eldra stigi. Sjá myndir af verðlaunahöfum. Fyrir hönd yngra stigs tóku Megan Ella og Natan Dagur á móti verðlaunum og Katla Björk og Anton Logi fyrir eldra stig. Sjá myndir af verðlaunahöfum.
Lesa meira

Litlu jólin fimmtudaginn 21. desember kl. 09:00-10:30

Hér má sjá skipulag Litlu jólanna nk. fimmtudag. 9:00 - Nemendur mæta í skólann og fara allir á sín heimasvæði til umsjónarkennara. Jólasaga lesin á hverju svæði, kakó í boði foreldrafélagsins. 9:45 – Helgileikur þar sem 4. bekkur sýnir á hátíðarsal skólans. 10:00 – Dansað í kringum jólatréð í íþróttasal Naustaskóla og jólasveinar koma í heimsókn. 10:30 – Nemendur komnir í jólafrí
Lesa meira

Árshátíðarball í kvöld

Í kvöld, föstudagskvöldið 15. desember stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi Naustaskóla fyrir 7.-10 bekk. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30 og mega taka með sér vin (sem þarf þó að vera í 7. bekk eða eldri). Aðgangur er 1500 kr og sjoppa verður á staðnum og posi. Floni mætir á svæðið og DJ Viktor Axel sér um fjörið.
Lesa meira

Jólaþemadagur á morgun

Við minnum á að á morgun, föstudag er jólaþemadagur og frjálst nesti. Gos og sælgæti er þó ekki leyfilegt en má koma með smákökur og safa. Einnig er jólapeysu-/jólasveinahúfudagur!
Lesa meira

Ljóðasamkeppni í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

Síðastliðinn mánudag voru veitt verðlaun fyrir ljóðasamkeppni sem efnt var til í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu fjölmörg ljóð og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. Í hópkeppninni báru þeir Mikael Aron Jóhannsson, Haraldur Máni Óskarsson og Alex Máni Sveinsson í 8. bekk sigur úr býtum. Ljóð þeirra er svohljóðandi: Í skólanum er skemmtilegt að læra, þar má nokkra kennara kæra. Við ætlum ekki að nefna neinn, en það eru fleiri en einn. Ef við nefnum nöfn þá erum við í klandri, ÆVINLEGA Andri. Í einstaklingskeppninni var það Richard Caspar Noll í 3. bekk sem sigraði, en hans ljóð er svohljóðandi: Mömmur deyja aldrei, því að ástin er allt of sterk. Ástin er það mikilvægasta í heiminum. Að lokum hlaut Aníta Líf Teitsdóttir í 6. bekk sérstök verðlaun fyrir skemmtilega framsetningu á sínu ljóði, en hennar ljóð myndaði útlínur Íslands eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira