Upphátt - undankeppni

Eyja og Sölvi
Eyja og Sölvi

Í gær, þriðjudag, var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Allir nemendur lásu pistil og ljóð á sal skólans og stóðu sig öll með prýði. Dómnefnd valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni en það voru þau Eyja B. Guðlausdóttir og Sölvi Sverrisson. Keppnin fer fram í Hofi þann 7. mars. Dómnefndina skipuðu Erna Kristín Sigmundsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Halldóra Steinunn Gestsdóttir,  og Valdís Rut Jósavinsdóttir.