Hvað er námsaðlögun?

Námsaðlögun er yfirgripsmikið hugtak sem lýsir í raun einfaldri hugmynd, að leitast við að mæta þörfum allra nemenda í námi. En þó að hugmyndin sé í raun einföld er hún svo sannarlega ekki einföld í framkvæmd. Fyrir sterka námsmenn þýðir það tækifæri til að halda eins langt og hægt er, fyrir seinfæra nemendur þýðir það hugsanlega að fá meiri aðstoð.  Allir nemendur hafa ólíka hæfileika, námsnið, áhugamál og þarfir og því þarf að mæta. Það er það sem námsaðlögun gengur út á.

 Námsaðlögun:  Námsaðlögun er ekki:
 Bindur miklar vonir við nám allra nemenda  Einstaklingskennsla. Og ekki ný kennsluáætlun fyrir hvern nemanda á hverju degi!
 Setur fram fjölbreytt verkefni fyrir hvert viðfangsefni, sniðin fyrir nemendur með mismunandi námsgrunn Að allir nemendur vinni að sömu verkefnum stærstan hluta dagsins
 Býður upp á val - með leiðsögn kennarans, t.d. milli mismunandi leiða til náms, eða til að sýna kunnáttuna Þegar nemendur eyða miklum tíma í að kenna öðrum nemendum það sem þeir hafa áður lært
 Hvetur nemendur til að sýna það sem þau vita fyrir og tengja það við nýtt efni á þeim hraða sem það hentar þeim  Að gefa sterkum námsmönnum fleiri og fleiri sams konar verkefni
 Setur upp verkefni námshópsins þannig að þau krefjast gagnrýninnar hugsunar og gefi svör sem miðla ólíkum sjónarhornum og niðurstöðum Alveg alltaf hentug. Stundum er gott að nemendur vinni sem hópur og allir geri það sama...
Höfðar til mismunandi námsaðferða nemenda, áhugamála, hugsunarháttar og niðurstaðna  Að setja nemendur í samvinnuverkefni sem ekki höfða til mismunandi þarfa einstaklinga eða beinist ekki að vinnu sem er ný fyrir alla nemendur.
Gefur nemendum val um hvað og hvernig þeir læra  Að nýta aðeins mismunandi viðbrögð nemenda við sama námsefninu til að ná fram mismunandi nálgun eða sinna aðeins einstaklingslega þeim sem gengur illa með námsefni bekkjarins
Er sveigjanleg. Kennarar færa nemendur milli hópa eftir námslegum þörfum þeirra.  Einskorðuð við hraða yfirferðar.  Oft er gott að leyfa nemendum að kafa í námsefnið í stað þess að geysast yfir sem mest efni.
 Heimild: Allan og Tomlinsson. 2000. Leadership for Differentiating Schools and Classrooms. [bls. 147]. Alexandria, Va. : ASCD

 

Námsaðlögun byggir á;

 • því að námið sé aðlagað að getu nemenda.  Þar sem námsaðlögun á sér stað gerir kennarinn ráð fyrir því að nemendur hafa ólíkar þarfir. Kennarinn notar því fjölbreyttar leiðir til að hjálpa nemendum með nám sitt.
 • gæðum en ekki magni. Það er algengur misskilningur að námsaðlögun snúist að því að nemendum séu útveguð fleiri eða færri verkefni til að vinna eftir því sem við á.  Í stað þess að gera fleiri „eins“ verkefni þarf nemandi sem öðlast hefur færni á einu sviði að fá verkefni sem bæta við núverandi þekkingu hans. Betra er að aðlaga verkefnið að þörfum nemandans frekar en að breyta magni verkefnanna.
 • námsmati.  Kennarar þurfa að meta, með fjölbreyttum leiðum, námsgrunn nemenda, áhugasvið þeirra og námsnið.
 • mismunandi nálgun kennara að innihaldi, ferli og afurð en í allri kennslu þurfa kennarar að fást við þessa þrjá þætti. Með því að einstaklingsmiða innihald, ferli og afurð er kennslan miðuð að því hvað  nemendur læra, hvernig  þeir læra og hvernig þeir sýna  þekkingu sína. 
 • nemandanum og þörfum hans. Námsaðlögun gengur út frá því að nám sé árangursríkast þegar það er aðlaðandi, skiptir viðkomandi máli og er áhugavert. Námsaðlögun viðurkennir einnig að námið verður að byggja á fyrri þekkingu nemandans og að þeir hafa ekki allir sameiginlegan skilning á viðfangsefninu við upphaf kennslunnar.
 • sveigjanlegu skipulagi, þ.e. bekkjarkennslu, hópa- og einstaklingskennslu. Í kennslu getur stundum hentað betur að deila upplýsingum við allan bekkinn í einu.  Þannig næst frekar sameiginlegur skilningur og nemendur fá frekar á tilfinninguna að þeir tilheyri ákveðnum hópi (samfélagi) með því að ræða efnið.
 • samhengi. Kennsla er nokkurs konar þróunarvinna. Nemendur og kennarar eru báðir námsmenn. Þrátt fyrir að kennarinn sé sérfræðingur í ákveðinni námsgrein/námsefni þá er hann sífellt að læra hvernig nám fer fram hjá nemendum. Með því að fylgjast með hvernig nám á sér stað þá getur kennarinn stöðug aðlagað námsefnið að þörfum nemenda. Þetta þarf sífellt að gera.

Námsaðlögun er ekki:

 • einstaklingsmiðað nám í anda þess sem áður var gert.  Þegar hugmyndir um einstaklingsmiðað nám kviknuðu fyrst þá gerðu menn sér grein fyrir því að nemendur hefðu ólíkt námssnið. Gallinn var þó sá að kennarar reyndu að láta nemendur fá ólík verkefni þannig að engir tveir voru með sama verkefnið. Þetta olli því að kennarar gáfust fljótt upp. 
 • skipulagslaus. Kennarar óttast oft að missa stjórn á hegðun nemenda sinna. Þessi ótti getur verið hindrun fyrir kennarann sjálfan að prófa að færa sig nær námsaðlögun. Þar sem námsaðlögun er beitt þarf kennarinn að fylgjast með ólíkum athöfnum á sama tíma en náist árangur þá eru nemendur að ræða saman og færa sig milli verkefna á skipulagðan hátt. Það ríkir því agi og skipulag.
 • önnur leið til að bjóða upp á einsleita hópa / getuskipting. Sé námsaðlögun beitt þá nýtir kennarinn margs konar hópaskiptingar yfir ákveðinn tíma og nemendur upplifa það að vinna í ólíkum hópum og innan ólíks fyrirkomulags.
 • að sníða sama sniðið ítrekað. Það er ekki nóg að taka bara tillit til mismunar nemenda. Þannig er ekki nóg að leyfa slökum nemanda að sleppa spurningum sem eru of erfiðar fyrir hann eða útbúa erfiða spurningu úr afburða nemanda. Skoða verður verkefnið sjálft.

Tomlinson, Carol Ann. 2001. How to Differentiate Instruction in Mixed-Ability Classrooms. [2. útgáfa bls. 1-8]. Alexandria, Va. : ASCD

 

Orðskýringar:

Námsgrunnur: þ.e. hver er geta nemandans og hversu reiðubúinn er hann til að takast á við námið.

Námsnið: Námsstíll, greindarfarslegir styrkleikar og þau áhrif sem kyn og menning hefur á nám einstaklingsins.

Greindarfarslegir styrkleikar: Vísar til þess að einstaklingar eru missterkir á ólíkum sviðum eins og fram kemur í fjölgreindarkenningum (Gardner og Sternberg).