Skólaráð

Við Naustaskóla starfar skólaráð samkvæmt 8. gr. grunnskólalaga og reglugerð um skólaráð (sjá tengla hér til hliðar)

Í skólaráði Naustaskóla veturinn 2021-2022 sitja eftirtaldir:

Skólastjórnendur: Bryndís Björnsdóttir (dis@akmennt.is), Aðalheiður Skúladóttir (allas@akmennt.is), Heimir Örn Árnason(heimirorn@akmennt.is)
Fulltrúar foreldra: Rósa María Rúnarsdóttir (rosa90@simnet.is) og Anna Rósa Halldórsdóttir (annarosah@simnet.is)
Fulltrúar kennara:  Vala Björt Harðardóttir (valabjort@akmennt.is), Kolbrún Sigurgeirsdóttir (kollas@akmennt.is)  Varamaður: Berglind Bergvinsdóttir (berglindberg@akmennt.is)
Fulltrúi annars starfsfólks: Inga Vala Magnúsdóttir (ingavala@akmennt.is) 

Í stuttu máli um skólaráð:

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins, það skal, auk skólastjóra, skipað fulltrúum foreldra, nemenda, kennara, annarra starfsmanna og fulltrúa grenndarsamfélags sem í okkar skóla er fulltrúi frá hverfisnefnd.
Skólaráð fundar mánaðarlega (síðasta fimmtudag í hverjum mánuði). Hlutverk þess skv. lögum er að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann, að ræða og veita álit á málum eins og skólanámskrá, starfsáætlun, hvers kyns breytingum á skólahaldi, aðbúnaði og velferð nemenda, húsnæðis- og öryggismálum o.s.frv.  Þá fjallar ráðið einnig um erindi frá ýmsum aðilum (t.d. skólanefnd, foreldrum, nemendaráði o.s.frv.) og veitir umsagnir ef þess er óskað. Skólaráð er því mikilvægur þáttur í því að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri og tryggja samráð við þá sem koma að málefnum skólans áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar.

Bæklingur um skólaráð frá Umboðsmanni barna - smellið hér.