Verkfærin

 Góðvild – ást og festa

Við viljum börnum okkar það besta.

Verkfæri sem hjálpa okkur að forðast stjórnun, refsingar, ofverndun, valdabaráttu, ósjálfstæði og hefndarhug.

  • Notaðu spurningar sem byrja á hvað og hvernig í stað þess að segja börnunum hvað, hvernig og hvers vegna.  Hlustaðu fyrst, spurðu svo. 
  • Bjóddu afmarkaða valkosti.
  • Vertu góð fyrirmynd.
  • Notaðu eins fá orð og mögulegt er (10 orða hámark), fyrirlestrar skila engu.
  • Hlustaðu af athygli á barnið þitt, láttu það finna að þú virðir sjónarmið þess. Börn og unglingar hlusta best eftir að það hefur verið hlustað á þau.
  • Notaðu húmor, ekki gleyma að hlæja, fíflast svolítið og hafa gaman.
  • Speglun – hafðu í huga að börn eru fljót að spegla hegðun okkar, viðhorf og raddblæ.
  • Veittu aðhald, festu og eftirfylgni með góðvild og ákveðni.
  • Gefðu börnunum ákveðið hlutverk á heimilinu; þau finna að þau eru mikilvægur hluti af fjölskyldunni og þau skipta máli. Þetta kennir ábyrgð og eflir samkennd.
  • Líttu á mistök sem frábært tækifæri til að læra af, bæði hvað varðar hegðun og nám.
  • Lýstu líðan þinni heiðarlega, kenndu barninu að ræða tilfinningar sínar með því að ræða opinskátt við það.
  • Þegar þú segir eitthvað skaltu standa við það, meina það og fylgja því eftir, ekki hóta einhverju sem þú getur ekki, eða ætlar ekki að standa við.
  • Hvettu börnin til að koma með lausnir sjálf.
  • Hrósaðu fyrir afmörkuð verk, hegðun eða eiginleika. Notaðu hvatningu í stað refsinga og verðlauna.
  • Varastu að bjarga og redda málunum fyrir barnið – stundum er lærdómsríkast að takast á við eðlilegar afleiðingar.
  • Haldið fjölskyldufundi helst vikulega, það eflir fjölskylduna og er frábær leið til að þjálfa góð samskipti, efla sjálfstæði og lífsleikni almennt.
  • Bútið ný og/eða erfið verkefni niður fyrir barnið.
  • Takið frá sérstakan tíma bara fyrir þig og barnið þitt og gerið e-ð saman.
  • Hvetjið börnin til að tala við ykkur með því að venja ykkur á að verja tíma með þeim án þess að þvinga þau til samræðna. 
  • Hjálpaðu barninu að búa til venjur sem hvetja þau til sjálfstæðis og ábyrgðar. Búðu til spjald MEÐ barninu, skráið niður verkefni sem þarf að gera (svefntími, morgunverk, heimavinnan o.fl.).
  • Komdu því til skila með viðmóti, framkomu og orðum að þú elskar barnið þitt, það á alltaf að skína í gegn, sama hvað á gengur.
  • Notaðu griðastað og leggðu áherslu á að kenna barninu að nota hann þegar það er í ójafnvægi.
  • Segðu NEI í hófi.
  • Mundu eftir mismunandi ástæðum hegðunar. Notaðu töfluna og æfðu þig í finna ólíkar lausnir.
  • ,,Ég er viss um að þú/þið getur fundið út úr þessu. Láttu mig vita þegar þú hefur fundið lausn.“
  • Varastu að bjarga málum. Ef barnið gleymir bókinni sinni í skólanum, spurðu það hvernig það ætli að leysa málið.
  • Vertu hreinskilinn. NotaðuÉg skilaboð.
  • Taktu lítil skref í einu.
  • V – A – L. Viðurkenna – Afsaka – Leysa vanda
  • Náðu tengingu við barnið áður en þú leiðréttir hegðun þess.
  • Notaðu vingjarnlegt augnsamband/bros og ábendingar án orða.
  • Skrifaðu skilaboð á Post It miða.