Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð                                           

Félagsmiðstöðin Trója, sem staðsett er í Rósenborg er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla og Naustaskóla.

Trója annast einnig félagsmiðstöð í húsnæði Naustaskóla, hún er opin sem hér segir:
Einu sinni í viku fyrir 8. – 10.  bekk á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30   

Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði. 

Opnanir félagsmiðstöðvarinnar er sem hér segir:

●    Mánudaga 20:00 – 22:00 í Tróju.
●    Þriðjudaga 20:00 – 22:00 í Tróju. 
●    Miðvikudaga 20:00 – 22:00 í Tróju.
●    Fimmtudagur 19:30 – 21:30 í Naustaskóla.

Reglurnar í félagsmiðstöðinni 

Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa er með öllu óheimil jafnt innan dyra sem utan. Það á einnig við um Vape.

Unglingunum er óheimilt að vera með Vape, áfengi, tóbak og aðra vímugjafa í vörslu sinni jafnt innan dyra sem utan í félagsmiðstöðinni og í ferðum á vegum hennar.

Unglingum ber að virða þessar reglur og koma fram við starfsfólk og aðra gesti í félagsmiðstöðinni af virðingu. 

Séu reglur félagsmiðstöðvarinnar brotnar er haft samband við foreldra. 

Vakni spurningar má hafa samband við Vilborgu tengilið Tróju við Naustaskóla. Netfang vilborgi@akureyri.is