Félagsmiðstöð

Naustaskjól er félagsmiðstöð nemenda í Naustaskóla. Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir, undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði. 

Opnanir félagsmiðstöðvarinnar er sem hér segir:

●    Mánudaga 20:00 – 22:00

●    Fimmtudagur 20:00 – 22:00 (íþróttasalur)

Á opnu húsi viljum við hafa gaman og viðmiðið er að unglingar viti hvað má og hvað ekki án þess að taka þurfi það sérstaklega fram. Hins vegar er ágætt að minna á að

Unglingunum er óheimilt að vera með Vape, áfengi, tóbak og aðra vímugjafa í vörslu sinni jafnt innan dyra sem utan í félagsmiðstöðinni og í ferðum á vegum hennar.

Séu reglur félagsmiðstöðvarinnar brotnar er haft samband við foreldra. 

Allir nemendur í 8.-10. bekk eru velkomnir í allar félagsmiðstöðvar á Akureyri en þær eru 6 samtals. Mætingarstig gilda á milli félagsmiðstöðva og með þeim öðlast þau rétt á þátttöku á Samfesting, aðalviðburð Samfés.

Veturinn 2020-2021 er fjöldi viðburða á vegum Félak og eru þeir auglýstir sérstaklega hverju sinni. Skólaböll eru á vegum skólanna og nemenda í hverjum skóla. Fulltrúi félagsmiðstöðvar er til staðar á balli. Af gefnu tilefni eru dagsetningar balla hér en þó birtar með fyrirvara um breytingar.

Böll 2020-2021

4. sept Giljaskóli

15. okt Glerárskóli

30. okt Brekkuskóli - árshátíð

6 nóv Lundarskóli

13. nóv Naustaskóli - árshátíð

15. janúar Síðuskóli

5. feb Oddeyrarskóli - árshátíð

12. febrúar Lundarskóli - árshátíð

12. mars Giljaskóli - árshátíð

25. mars Glerárskóli

16. apríl Brekkuskóli

29. apríl Naustaskóli

7. maí Oddeyrarskóli

 

Vakni spurningar má hafa samband við Vilborgu. Netfang: vilborgi@akureyri.is