Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöð                                           

Félagsmiðstöðin Trója, sem staðsett er í Rósenborg er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla og Naustaskóla.

Trója annast einnig félagsmiðstöð í húsnæði Naustaskóla, hún er opin sem hér segir:
Einu sinni í viku fyrir 8. – 10.  bekk á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30   

Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði. 

Opnanir félagsmiðstöðvarinnar er sem hér segir:●     Mánudaga 20:00 – 22:00 í Tróju.
●     Miðvikudaga 20:00 – 22:00 klúbbakvöld í Tróju.
●     Fimmtudagur 19:30 – 21:30 í Naustaskóla.
●     Á miðvikudögum eru miðstigsopnanir (Miðhús) fyrir 5.-7. bekk frá kl. 14:15-15:45 í Tróju.
●     Á fimmtudögum er opið hús fyrir 7. bekk frá kl. 14:15-15:45. 

Reglurnar í félagsmiðstöðinni 

Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa er með öllu óheimil jafnt innan dyra sem utan.

Unglingunum er óheimilt að vera með áfengi, tóbak og aðra vímugjafa í vörslu sinni jafnt innan dyra sem utan í félagsmiðstöðinni og í ferðum á vegum hennar.

Unglingum ber að virða þessar reglur og koma fram við starfsfólk og aðra gesti í félagsmiðstöðinni af virðingu. 

Séu reglur félagsmiðstöðvarinnar brotnar er haft samband við foreldra. 

Fréttabréf er gefið út mánaðarlega sem er sent á foreldra 5.-10. bekkjar. Einnig viljum við benda á heimasíðu Rósenborgar þar sem nánari upplýsingar eru að finna
http://www.akureyri.is/rosenborg/forvarna-og-felagsmalaradgjafar 

Hér á síðunni smá sjá tímatöflu Tróju og upplýsingar um starfsfólk. 
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar koma upp.
Bestu þakkir,
Starfsmenn Tróju 

Tímatafla Tróju  sjá hér..... 
Upplýsingar um starfsmenn
Vilborg Hjörný Ívarsdóttir er með þrjár háskólagráður, þrjú börn og er í Crossfit. Villa sá um miðstigið í fyrra en hefur tekið við af Konna í Naustaskóla og ætlar að þjónusta unglinga um ókomna tíð. Villa sér líka til þess að foreldrar barna á hverju námsstigi fyrir sig séu vel upplýstir. Það er alveg bannað að gefa Villu sykur en almennt er hún mjög umhyggjusöm, ákveðin, hress og fyndin.
Netfang:  vilborgi@akureyri.is

Anna Guðlaug Gísladóttir hefur stundum verið nefnd mamma Tróju. Anna mætti grimmt í sína eigin félagsmiðstöð og varð starfsmaður félagsmiðstöðva fyrir meira en tug ára síðan. Hún hefur gaman af bandý, er sjúklega góð í borðtennis og hefur setið námskeið um kynlíf og samskipti. Anna kann eitthvað í sálfræði og veit ýmislegt um áhættuhegðun ungmenna og forvarnir, hún var nefnilega líka í skóla.
Netfang:
annagudlaug@akureyri.is

 

Guðmundur Ólafur Gunnarsson eða Óli Gunn er heimsflakkari og velunnari. Hann er skógarhöggsmaður, kennari, umhverfis- og orkufræðingur en fyrst og fremst topp maður. Hann hugsar vel um sína en hann er t.a.m. stofnandi góðvina-samtakanna Vinir Kambódíu.  Óli er alltaf hress, alltaf, enda passar hann ljómandi vel inn í hóp unglinga og er oft talinn vera einn af þeim. Óli Gunn og fótbolti eru góðir vinir en drengurinn er fimur með knöttinn.
Netfang:
oligunn@akureyri.is 

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir er söngdíva mikil. Hún kemur ný inn og ætlar að setja fókusinn á miðstigið, leiða þau í leiki og hvers kyns gaman. Fanney er jákvæð, brosmild og með heljarinnar rödd sem er stundum gott í hópi barna.
Netfang:
fanneykr@akureyri.is

Tinna Dögg Magnúsdóttir flutti heim í fyrra eftir 8 ára dvöl í Danmörku. Tinna er félagsráðgjafi, lærir grafíska hönnun í myndlistaskólanum og er sjúklega góð í dönsku. Tinna er svo fjölhæf að hún er sett í öll verkefni; miðstig, unglingastig og klúbbar.

Angantýr Ómar Ásgeirsson eða Aggi er splunkunýr úr kassanum. Hann hefur áhuga á fiskum og öðrum skepnum hafsins enda leggur hann nám við sjávarútvegsfræði. Aggi er ákveðinn, með húmor og sinnir sínu með ljóma. Hann eins og Tinna, tekur að sér ýmis verkefni.

 Síminn á skrifstofunni er 4601239