Foreldrastarf vetrarins

Skipulag foreldrastarfs við Naustaskóla er með þeim hætti að hver árgangur stendur fyrir þremur uppákomum yfir veturinn.  Á aðalfundi Foreldrafélagsins störfuðu vinnuhópar í hverjum árgangi sem settu niður skipulag vetrarins og má sjá yfirlit yfir það hér á eftir.

(Bent er á að til að kalla saman foreldrahópinn er gott að nota fjölskylduvef mentor.is, þá er smellt á hlekkinn "bekkjarlisti" síðan er hægt að haka við þá foreldra sem við á og senda póst á allan hópinn með einni aðgerð)