Fréttir

Starfamessa í HA

Í dag, föstudag, var Starfamessa grunnskólanna á Akureyri haldin í þriðja sinn. Yfir 30 fyrirtæki komu saman í Háskólanum á Akureyri og kynntu hin ýmsu störf fyrir nemendum í 9 og 10 bekk. Alls voru rúmlega 700 nemendur sem fengu fróðlegar og skemmtilegar kynningar í dag. Starfamessan mun vonandi vekja áhuga nemendanna á störfum og námi í komandi framtíð.
Lesa meira

Jafnréttisáætlun Naustaskóla

Hér má sjá jafnréttisáætlun Naustaskóla. Einnig er hún aðgengileg hér til hægri á síðunni.
Lesa meira

"Gamaldags dagur" á morgun

Í tilefni bóndadags á morgun, föstudag, hefur nemendaráð ákveðið að hafa svokallaðan "gamaldags dag" sem felst í því að nemendur og starfsfólk geta komið í fötum sem tilheyra, svo sem lopapeysum, ullarsokkum eða einhverju sem tengist því sem fólk klæddist í "gamla daga".
Lesa meira

Viðtalsdagar í næstu viku

Viðtalsdagar eru í skólanum þriðjudag og miðvikudag í næstu viku eða 29. og 30. janúar. Búið er að opna fyrir skráningu á Mentor. Ef þið lendið í vandræðum með skráningar má hafa samband við ritara skólans. Frístund verður opin þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Skýrsla vegna ytra mats Menntamálaráðuneytis á Naustaskóla nóvember 2018

Nú á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það fólst í því meðal annars að matsaðilar frá Menntamálastofnun dvöldu hér í skólanum dagana 23. – 26. október og fóru í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig tóku þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hluti skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina. Hér fylgir tengill inn á skýrsluna með niðurstöðum matsaðila.
Lesa meira

Litlu jól

Í dag voru Litlu jólin haldin hér í Naustaskóla. Nemendur í 4. bekk sýndu helgileik og nemendur og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatré í íþróttasalnum og Kertasníkir og Kjötkrókur komu í heimsókn. Starfsfólk Naustaskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við minnum á að skóli hefst aftur þann 4. janúar. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Litlu jól á föstudag - skipulag

Á föstudaginn höldum við Litlu jól í Naustaskóla. Allir nemendur í 1.-7. bekk mæta spariklæddir kl. 09:00 á sín heimasvæði og eiga sín stofujól. Kl. 10:00 verður samkoma á sal þar sem nemendur í 4. bekk sýna helgileik. Kl. 10:30-11:00 verður dansað í kringum jólatréð og aldrei að vita nema jólasveinar kíki í heimsókn. Skóla lýkur kl. 11:00 og nemendur því komnir í jólafrí.
Lesa meira