Hefðbundið skólastarf að nýju!

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Gleðilegt nýtt ár!

Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að á morgun 5. janúar munum við hefja hefðbundið skólastarf að nýju.

Allir nemendur mæta kl. 8:10 og ganga inn um sína vanalegu innganga inn í skólann. Kennt verður samkvæmt stundarskrá –  það þýðir að við munum kenna sund, íþróttir og sérgreinar sem við þurftum að fella niður síðustu tvo mánuði og nemendur verða í skólanum fullan skóladag. Einnig getum við boðið öllum nemendum sem skráðir eru í mat að borða. Skólinn mun opna kl. 7:45

Valgreinar á unglingastigi hefjast 12. janúar.

Að sjálfsögðu þurfa allir bæði nemendur og starfsfólk að huga vel að sóttvörnum, handþvotti og sótthreinsun. Ekki er lengur grímuskylda hjá nemendum.

Við hlökkum til að taka á móti öllum nemendum okkar kl. 8:10 á morgun.

Með kveðju og von um eðlilegt og farsælt skólastarf næstu mánuði.

Skólastjórnendur Naustaskóla

Bryndís, Aðalheiður og Heimir Örn