Skólastarf 4.-18. nóvember

Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á viðveru nemenda eftir árgöngum.

Mikilvægt er að þessar tímasetningar séu virtar til þess að lágmarka megi samgang nemenda.

  • 1.- 4. bekkur verður í skólanum frá kl. 8:10 – 12:30. Þau fá að borða í skólanum og þau börn sem eru skráð í Frístund fara þangað þegar skóla líkur. Foreldrar barna í frístund eru beðin um að senda þau með nesti fyrir síðdegishressingu en boðið verður upp á drykki í skólanum.
  • 5. – 7. bekkur. Verður í skólanum frá kl. 8:30 – 12:00. Ekki er hægt að bjóða upp á mat fyrir þennan hóp.
  • 8. – 10. bekkur – verður í fjarkennslu vikuna 4. – 6. nóvember. Ákvörðun um framhald fjarkennslunnar í vikulok.
  • Frístund er einungis opin fyrir nemendur i 1. – 3. bekk

 

Ekki er hægt að bjóða upp á ávexti í nestistímum og þurfa nemendur því að koma með hollt nesti að heiman. Við munum ekki bjóða upp á hafragraut næstu vikur.

 Þessar upplýsingar eru vissulega ekki tæmandi og margar spurningar munu eflaust vakna. Við biðjum ykkur að kynna ykkur þessar upplýsingar vel og einnig upplýsingar frá kennurum. Við bendum á að mikilvægt er að fylgjast með tölvupósti og á heimasíðu skólans þar sem allar helstu upplýsingar verða settar inn eftir þörfum. Mögulega verða einhverjar breytingar á skipulagi næstu daga. Við minnum okkur öll á að við gegnum mikilvægu hlutverki í almannavörnum og erum meðvituð í samskiptum og  sóttvörnum. Við höfum takmarkað aðgengi að skólanum og bendum foreldrum á að þau mega ekki kom inn í skólabygginguna. Mikilvægt er að tilkynna til skólans veikindi eða ef barn eða fjölskylda fer í sóttkví. Ákveði foreldrar að halda börnum sínum heima eða að nýta ekki Frístund biðjum við um að senda þær upplýsingar til ritara skólans.

Við stjórnendur og starfsfólk Naustaskóla erum þakklát fyrir þann stuðning og velvilja sem við höfum fundið fyrir í þessum erfiðu aðstæðum. Á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að við tökum höndum saman til þess að tryggja að börnunum líði vel og að þau finni fyrir öryggi.

Stjórnendur Naustaskóla.