Jólakveðja

Litlu jól í Naustaskóla voru að þessu sinni haldin með dálítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna eins og margt annað þessa dagana. Við áttum þó notalega stund í fallega skreyttum stofum í hverjum hópi fyrir sig, kakó og piparkökur voru í boði foreldrafélagsins og helgileikur 4. bekkjar sýndur á skjá. Heimir deildarstjóri og Magnús kennari héldu uppi stuði með jólasöngvum með hjálp tækninnar og slógu rækilega í gegn! Síðast en ekki síst heiðraði Kjötkrókur okkur með nærveru sinni þó hann hafi ekki hætt sér inn fyrir dyrnar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með von um bjartari og betri tíð á komandi ári. Við byrjum á starfsdegi þann 4. janúar og verður Frístund lokuð þann dag en skólahald hefst svo þriðjudaginn 5. janúar. Hér er linkur á nokkrar myndir af Litlu jólunum....