Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Á föstudaginn sl. héldum við dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Nemendur og starfsfólk komu saman á sal og sungu. Ný kjörinn formaður nemendaráðs, Baldur Ásgeirsson hélt ræðu og Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur heiðraði okkur með nærveru sinni og las sögu sem hún skrifaði sérstaklega fyrir skólann. Hér má sjá nokkrar myndir frá samkomunni.
Lesa meira

Vinakeðja - barátta gegn einelti

Í gær, 8. nóvember var dagur eineltis. Nemendur og starfsfólk ákváðu í því tilefni að fara út og haldast í hendur og mynda þannig vinakeðju utan um skólann.
Lesa meira

Úrslit kosninga í nemendaráð

Í gær var gengið til kosninga í nemendaráð. Frambjóðendur stigu á svið og kynntu sig og sumir héldu sköruglega framboðsræðu og kynntu sín stefnumál. Úrslit kosninga urðu svo sem hér segir:
Lesa meira

Foreldradagurinn

Vinsamlega komið eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Heimili og Skóli – landssamtök foreldra halda Foreldradaginn árlega og nú í samstarfi við Menntamálastofnun. Viðburðurinn ber yfirskriftina Læsi í krafti foreldra. Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis. Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar. Endilega vekið athygli á viðburðinum með því að t.d. senda póst á foreldra ef það á við, vekja athygli á heimasíðu ykkar og/eða deilið viðburðinum af Facebook-síðu Menntamálstofnunar. Með kveðju, Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir, læsisráðgjafi.
Lesa meira

Viðtalsdagur á morgun þriðjudag

Á morgun þriðjudaginn 30. október er viðtalsdagur í skólanum og því enginn skóli. Við minnum á skráningu í foreldraviðtölin á Mentor þeir sem það eiga eftir.
Lesa meira

Viðtalsdagur þriðjudaginn 30. október

Við minnum á viðtalsdaginn 30. október nk. en þá mæta nemendur og foreldrar í viðtöl hjá umsjónarkennara. Búið er að opna fyrir skráningu í viðtölin á mentor.is, ef einhverjar upplýsingar vantar varðandi skráningu má hafa samband við ritara. Frístund er opin þennan dag, vinsamlegast hafið samband ef þið viljið nýta ykkur þá þjónustu eða senda póst á hrafnhildurst@akmennt.is
Lesa meira

Haustfrí - frístund

Við minnum á haustfrí nemenda og kennara nk. fimmtudag og föstudag og starfsdag á mánudag. Frístund verður opin frá kl. 08:00-16:15 alla þessa daga, vinsamlegast látið vita ef þið viljið nýta ykkur þá þjónustu.
Lesa meira