Fréttir

Skráning í Frístund 2020-2021

Skráning / staðfesting á dvöl í Frístund fyrir skólaárið 2020-2021 fer fram 17. ágúst.n.k. Hjá börnum sem voru í Frístund á síðasta skólaári (2019-2020) er nóg að senda tölvupóst á hrafnhildurst@akmennt.is um staðfestingu og tímann sem barnið á að vera í Frístund. Fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk eða eru ný í skólanum (2-3-4 bekk) Þarf að koma í skólann og fylla út og skrifa undir dvalarsamning þann 17. ágúst milli kl. 10 og 14. Netfang er : hrafnhildurst@akmennt.is Sími 460411
Lesa meira

Útskrift 10. bekkjar í dag

Í dag útskrifuðust 30 nemendur úr 10 bekk. Við óskum þessum frábæru krökkum til hamingju með áfangann og þökkum fyrir samveruna.
Lesa meira

Skólaslit í Naustaskóla föstudaginn 5. júní

Kæru Foreldrar og forráðamenn Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 5. júní. Vegna aðstæðna í samfélaginu og tilmæla frá sóttvarnalækni sjáum við okkur ekki fært að bjóða foreldrum að vera viðstödd að þessu sinni og biðjum við ykkur að sýna skilning vegna þeirra ákvörðunar. Skipulag skólaslitanna er eftirfarandi: Kl. 09:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er boðið upp á kaffiveitingar. Með vorkveðjum Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Lesa meira

Starfsdagur mánudag 4. maí - hefðbundið skólahald 5. maí

Kæra skólasamfélag Síðustu vikur hafa verið mjög sérstakar i skólasamfélaginu þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar hafa tekist á við einstaka tíma. Allir hafa staðið sig mjög vel en eru nú líklega farnir að bíða eftir því að dagleg rútína hefjist aftur. Nú líður að afléttingu takmarkana á skólastarfi. Frá og með mánudeginum 4.maí nk. munu grunnskólar hefja starf aftur með hefðbundnum hætti og almenn skólaskylda tekur gildi. Nemendur í Naustaskóla munu mæta eldhressir í skólann 5. maí eftir starfsdag 4.maí. Áfram verða þó í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa að hreinlæti og sótthreinsun. Fjöldatakmarkanir í nemendahópum verða ekki lengur í gildi og nemendur geta óhindrað notað sameiginleg svæði, s.s. útisvæði og mötuneyti. Fjöldatakmarkanir gilda þó um fullorðna sem starfa í skólanum og því þurfa þeir að gæta að 2 metra fjarlæg og huga að hámarksfjölda í rými sem miðast við 50 einstaklinga. Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur út þetta skólaár vegna þess að gestakomur og heimsóknir foreldra eru ekki leyfðar í maí. Við í Naustaskóla munum fara eftir þessum tilmælum. Við hlökkum öll til að takast aftur á við hefðbundið skólastarf án takmarkana núna strax eftir næstu helgi. Kær kveðja stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Skólstarfið næstu vikur

Kæru foreldrar. Nú hefur Naustaskóli hafið skólastarfið að nýju eftir kærkomið páskafrí. Við höldum okkur við sama skipulag og var fyrir páska, kennum 1. -5. bekk í 20 barna hópum og 6. -7. bekk í 10 -12 barna hópum. Allt skipulag varðandi innganga, matsal og Frístund er enn í gildi og verður fram til 4. maí. Þá ætti eðlilegt skólastarf að geta hafist að nýju. Dagana 22.apríl og 24. apríl eru skráðir starfsdagar á skóladagatalinu, en þá daga ætlaði starfsfólk Naustaskóla í námsferð til Brighton. Vegna núverandi ástands í heiminum hefur þeirri ferð verið frestað fram á haustið. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að færa þessa starfsdaga fram til 4. maí og 22. maí. Með því móti náum við að nýta þá betur til samstarfs og undirbúnings skólaloka. Frístund mun verða lokuð 4. maí en opin 22. maí. Að lokum biðjum við ykkur að láta umsjónarkennara vita með dags fyrirvara ætli börnin ykkar að snúa aftur í skólann. Þannig getum brugðist við og skipulagt hópana upp á nýtt og sem best tryggt að farið sé eftir fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis varðandi hópastærðir. Mikilvægt er að senda póst á umsjónarkennara sé ætlunin að framlengja dvöl barnanna heima nú eftir páska þannig að við fáum sem besta yfirsýn á nemendahópinn okkar varðandi skipulag skóladagsins og heimanáms..Við ítrekum að öll börn eru velkomin í skólann en það er ykkar foreldra og forráðamanna að ákveða hvort börnin dvelji heima. Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir gott samstarf á krefjandi tímum. Skólastjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Páskafrí

Starfsfólk Naustaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonum við að páskaleyfið verði ánægjulegt. Kennsla hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 14. apríl og mun skólastarfið verða með svipuðu sniði og síðustu daga.
Lesa meira

Skólastarf á veirutímum!

Lífið í Naustaskóla hefur tekið miklum breytingum að undanförnu í ljósi aðstæðna. Hér hefur þó ríkt gleði og nemendur og starfsfólk tekið breytingunum að æðruleysi. Allir inngangar í skólann eru nýttir, bæði dyr og neyðarútgangar. Hugmyndaflugið er látið ráða í lausnaleit til að láta skólastarfið ganga sem best og hvert rými í húsinu nýtt til hins ýtrasta sem og hver einasti starfsmaður. Það ríkir mikil samstaða innan skólans til þess að láta starfið ganga sem best á þessum erfiðu tímum og við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum.
Lesa meira

Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna!

Af gefnu tilefni biðjum við ykkur að koma ekki inn í skólann. Þetta gerum við til að verja nemendur og starfsfólk fyrir mögulegum smitberum. Best er að hringja í ritara skólans s: 4604100 eða senda tölvupóst á dis@akmennt.is eða kristjana@akmennt.is eða kennara viðkomandi barns ef nauðsyn krefur. Þökkum fyrir gott samstarf og veittan skilning á þessum erfiðu tímum.
Lesa meira