Ekkert skólahald á morgun, mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs!

Ekkert skólahald á morgun vegna veðurs!
Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir.
Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.