Geðlestin í heimsókn

Glaðir krakkar ásamt Villa Neto sem tók þátt í fræðslunni.
Glaðir krakkar ásamt Villa Neto sem tók þátt í fræðslunni.

Í morgun fengum við heimsókn frá Geðlestinni sem er dagskrá með fræðslu um geðrækt.
Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins.
Haldin voru stutt erindi og í lokin kom Emmsjé Gauti fram.