Foreldraviðtöl föstudaginn 5. nóvember

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Naustaskóla.
Nemenda – og foreldrarviðtöl verða föstudaginn 5. nóvember
Foreldrar mæta til viðtals með börnum sínum í skólann. þennan dag fer ekki fram kennsla og
nemendur mæta ekki í skólann en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Viðtölin taka mið af líðan nemenda og námi þeirra. Markmiðið er að leggja áherslu á að
nemendur séu virkir í viðtalinu – að viðtalið sé nemendastýrt.
Markmið með nemendastýrðum samtölum er að:
● nemendur séu virkir þátttakendur í að meta eigin líðan, náms- og félagslega stöðu og ræða
hana
● auka ábyrgð nemenda í eigin námi.
● nemendur eru virkjaðir að ræða um námið sitt.
● auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku um skipulag náms.
Bóka foreldraviðtöl
Foreldrar bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is – að þessu
sinni er viðtalstíminn 15. mínútur.
Til að skrá sig í viðtal er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flís sem birtist, eftir
innskráningu, efst í vinstra horninu á forsíðu Mentor. Hér eru hlekkir á leiðbeiningar um
Mentor fyrir foreldra.
https://www.youtube.com/watch?v=oBQvcTvz92Q&list=PLXN504onYI_
I0Jk4lm46UphLktxtfHv3&index=13
Opnað verður fyrir bókanir í dag - þriðjudaginn 26. október. Ef nemendur og foreldrar lenda í
vandræðum með aðgang að Mentor eru þeir beðnir að snúa sér til ritara eða deildarstjóra.
Með kveðju og ósk um gott samstarf.
Stjórnendur Naustaskóla,
Bryndís, Alla og Heimir.