Fréttir

Vetrarfrí - Frístund

Í vetrarfríinu, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, verður Frístund opin frá klukkan 13:00 - 16:15 alla dagana fyrir börn sem þar eru skráð. Njótið samveru í fríinu og sjáumst hress mánudaginn 2. mars.
Lesa meira

Ball í dag fyrir 1.-4. bekk

Við minnum á að í dag, þriðjudaginn 25. febrúar er búningaball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 16:00 - 17:20. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí. Nemendur mega endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið í verðinu er popp og svali. Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleira skemmtilegt í boði fyrir krakkana. Þetta verður fjör :)
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir styrkri stjórn kennara sinna og stóðu sig öll með stakri prýði. Dómnefnd átti í nokkrum erfiðleikum að velja fulltrúa fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 4. mars nk. En þau sem urðu fyrir valinu eru Ragnar Orri Jónsson, Sólon Sverrisson og til vara Naomí Arnarsdóttir. Dómnefndina skipuðu Ingileif Ástvaldsdóttir, Sigurlaug Indriðadóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira

Skólahald með eðlilegum hætti í dag.

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar.
Lesa meira

Tilkynning vegna slæmrar veðurspár á morgun.

Að höfðu samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða á grundvelli veðurspár fyrir morgundaginn. Fólk er beðið um að fylgjast með heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar ef til þess kemur að röskun verði á skólahaldi.
Lesa meira

Foreldraviðtöl - skráning

Búið er að opna fyrir skráningu í foreldraviðtölin á Mentor sem verða 27. og 28. janúar nk. en þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara. Vinsamlegast hafið samband við ritara ef aðstoð óskast við skráninguna. Frístund verður opin báða dagana fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Tilkynning frá Naustaskóla vegna veðurs

Sæl öll. Komin er appelsínugul viðvörun fyrir Norðurland eystra. Eftir samtal við lögreglu / almannavarnir þá teljum við ástæðu til að upplýsa um að skv. veðurspá þá gengur yfir okkar svæði hvellur með vestan og suðvestan vindi um 20 m/s og talsverðri úrkomu á bilinu 11 til 14 í dag. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á áferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi. Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í 1. - 4. bekk þegar skóla lýkur eða fyrr ef ástæða þykir til. Aðrir nemendur fara heim þegar skóla lýkur samkvæmt stundatöflu. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir ætla að sækja börnin sín og þurfa þá að vera í sambandi við skólann ef nemendur eiga ekki að fara sjálfir heim. Frístund verður opin að venju en foreldrar verða að sækja nemendur eftir Frístund. Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Nýárskveðja - skólabyrjun á nýju ári

Starfsfólk Naustaskóla sendir bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Skóli hefst að loknu jólafríi föstudaginn 3. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundarskrá. Þann dag er frístund opin.
Lesa meira

Litlu jól á föstudag - skipulag

Föstudaginn nk. þann 20. desember höldum við Litlu jól í skólanum og verður skipulag með þessum hætti: Allir nemendur mæta í skólann kl 9:00 á sitt heimasvæði. Hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk er dagskráin þannig: • 9:00 - mæting á heimasvæði • 9:10-10:00 - stofujól (jólasveinar koma í heimsókn) • 10:00-10:30 - samkoma á sal. Helgileikur í boði 4. bekkjar. • 10:30-11:00 - dansað við jólatré Nemendur fara heim kl. 11:00 að loknum jólatrésdansi Frístund er opin frá kl. 8:00 til kl. 16:15.
Lesa meira