Fréttir

Geðlestin í heimsókn

Í morgun fengum við heimsókn frá Geðlestinni sem er dagskrá með fræðslu um geðrækt. Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins. Haldin voru stutt erindi og í lokin kom MC Gauti fram.
Lesa meira

Hrekkjavökuball fyrir 1.-4. bekk föstudaginn 29. október

Föstudaginn 29. október er Hrekkjavökuball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 15:00 - 16:15. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí. Á föstudaginn er hrekkjavökudagur í skólanum og eiga krakkarnir endilega að mæta í búningum í skólann og á ballið. Aðgangseyrir á ballið er 1.000 kr en krakkarnir fá svala og popp á ballinu. Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleiri skemmtilegir leikir í boði fyrir krakkana. Þetta verður fjör :) Bestu kveðjur, Andri Snær og Maggi kennarar 10. bekkjar
Lesa meira

Foreldraviðtöl föstudaginn 5. nóvember

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Naustaskóla. Nemenda – og foreldrarviðtöl verða föstudaginn 5. nóvember Foreldrar mæta til viðtals með börnum sínum í skólann. þennan dag fer ekki fram kennsla og nemendur mæta ekki í skólann en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Viðtölin taka mið af líðan nemenda og námi þeirra. Markmiðið er að leggja áherslu á að nemendur séu virkir í viðtalinu – að viðtalið sé nemendastýrt. Markmið með nemendastýrðum samtölum er að: ● nemendur séu virkir þátttakendur í að meta eigin líðan, náms- og félagslega stöðu og ræða hana ● auka ábyrgð nemenda í eigin námi. ● nemendur eru virkjaðir að ræða um námið sitt. ● auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku um skipulag náms. Bóka foreldraviðtöl Foreldrar bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is – að þessu sinni er viðtalstíminn 15. mínútur. Til að skrá sig í viðtal er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flís sem birtist, eftir innskráningu, efst í vinstra horninu á forsíðu Mentor. Hér eru hlekkir á leiðbeiningar um Mentor fyrir foreldra. https://www.youtube.com/watch?v=oBQvcTvz92Q&list=PLXN504onYI_ I0Jk4lm46UphLktxtfHv3&index=13 Opnað verður fyrir bókanir í dag - þriðjudaginn 26. október. Ef nemendur og foreldrar lenda í vandræðum með aðgang að Mentor eru þeir beðnir að snúa sér til ritara eða deildarstjóra. Með kveðju og ósk um gott samstarf. Stjórnendur Naustaskóla, Bryndís, Alla og Heimir.
Lesa meira

Nemendaráð

Í gær kusu nemendur í nemendaráð skólans. Nemendaráð 2021-2022 skipa eftirtaldir: 4. bekkur: Heiðrún Anna Kristinsdóttir / Eldar Ísak Hlynsson varafulltrúi 5. bekkur: Egill Helgi Ólafsson / Friðrik Veigar Ólafsson varafulltrúi 6. bekkur: Kristdór Helgi Tómasson/ Ólafur Breki Sævarsson varafulltrúi 7. bekkur: Mikael Elí Einarsson / Styrmir Snær Þórðarson varafulltrúi 8. bekkur: Jóhann Valur Björnsson / Frosti Orrason varafulltrúi 9. bekkur: Ingólfur Árni Benediktsson / Mikael Leó Gíslason varafulltrúi 10. bekkur: Alexander Breki Jónsson / Amanda Eir Steindórsdóttir varafulltrúi
Lesa meira

158 nemendur í sóttkví

Í gær greindust þrír nemendur með COVID 19 í Naustaskóla og í samráði við rakningarteymi almannavarna ríkisins voru nemendur í 4. – 7. bekk sendir í sóttkví fram á miðvikudag. Bæði kennarateymin fara einnig í sóttkví ásamt þremur skólaliðum. Alls eru 158 nemendur og 22 starfsmenn í sóttkví þar til í næstu viku. Ekki er talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu. Við óskum eftir því að foreldrar ræði við börn sín um að sýna aðgát í umtali um þá sem greinst hafa smitaðir. En nokkuð hefur borið á því að þeir nemendur sem greinst hafa smitaðir verði fyrir aðkasti á netinu. Einnig beinum við þeim tilmælum til foreldra að senda börn sín ekki í skólann með kvef – eða flensueinkenni og fara með þau í sýnatöku til að taka af allan vafa um smit.
Lesa meira

Starfsdagur á morgun föstudag

Minnum á starfsdaginn á morgun, föstudag. Frístund er opin eftir hádegi.
Lesa meira