Fréttir

Viðtalsdagur miðvikudaginn 30. október

Viðtalsdagurinn okkar í Naustaskóla er miðvikudaginn 30. október en þá mæta foreldrar með bönum sínum í viðtal til umsjónarkennara barnsins. Umsjónakennarar hafa sett inn viðtalsdagana á Mentor og getið þið skráð ykkur á viðtalstíma. Þið gerið það með því að fara inn á fjölskylduvefinn og þar eigið þið að finna flipa til að skrá ykkur í viðtal. Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari leiðbeiningum má hafa samband við Kristjönu ritara skólans eða umsjónarkennara barnsins.
Lesa meira

Kosning í nemendaráð

Kosning í nemendaráð skólans fór fram í gær. Allir frambjóðendur stigu í pontu á sal og héldu sína framboðsræðu og stóðu sig með prýði. Að því loknu var gengið til kosninga og úrslit gerð kunn í dag. Nemendaráð 2019-2020 skipa eftirtaldir: 4. Bekkur – Bjarki Orrason / varafulltrúi Kristdór Helgi Tómasson 5. Bekkur – Veigar Leví Pétursson / varafulltrúi Rannveig Tinna Þorvaldsdóttir 6. Bekkur – Frosti Orrason / varafulltrúi Jóhann Valur Björnsson 7. Bekkur – Mikael Breki Þórðarson / varafulltrúi Rakel Eva Valdimarsdóttir 8. Bekkur – Kristbjörg Eva Magnadóttir / varafulltrúi Jóna Birna Magnadóttir 9. Bekkur – Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir / varafulltrúi Selma Sól Ómarsdóttir 10. Bekkur – Telma Ósk Þórhallsdóttir / varafulltrúi Alex Máni Sveinsson
Lesa meira

Ball á morgun þriðjudag

Á morgun þriðjudag heldur 10. bekkur ball fyrir yngsta stig og miðstig. Ballið fyrir 1.,2. og 3. bekk verður NÁTTFATABALL frá kl. 16:00 - 17:20 og kostar 500 krónur inn. Innifalið er popp og svali. Fyrir 4.,5.,6. og 7. bekk verður ball frá kl. 17:30 - 18:50. Kosnaður er 500 kr. og sjoppa á staðnum. Það verður mikið fjör, draugahús, spámaður, stoppdans, limbó og margt fleira skemmtilegt.
Lesa meira

Haustfrí fimmtudag og föstudag

Við minnum á haustfríið á morgun fimmtudag og föstudag. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð frá kl. 08:00-16:15.
Lesa meira

Bleiki dagurinn myndir

Það var svo sannarlega "bleikur dagur" á föstudaginn sl. eins og sjá má á þessum myndum!
Lesa meira

Brunaæfing í Naustaskóla

Brunaæfing fór fram í skólanum í morgun. Greiðlega gékk að rýma húsið og nemendur gengu rólegir af svæðum sínum í fylgd starfsfólks og allir söfnuðust saman á fótboltavellinum samkvæmt rýmingaráætlun. Nauðsynlegt er að æfa þessar aðgerðir annað slagið og fara yfir verklagsreglur. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Niðurstöður úr Ólympíuhlaupi ÍSÍ!

Hér eru helstu niðurstöður úr skólahlaupinu okkar sem fór fram 24. september. Nemendur stóðu sig mjög vel og hlupu samtals 1757,5 km sem gerir að meðaltali 4,9 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í hlupinu. 6. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri! Kveðja, íþróttakennarar Naustaskóla.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins á morgun, miðvikudag!

Kæru foreldrar .... við minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn verður á morgun, miðvikudaginn (18. sept) kl 20:00 - 21:00 :) Mikilvægt að öll börn eigi fulltrúa á fundinum... Enn er óskað eftir framboði til formanns félagsins og mikilvægt er að einhver bjóði sig fram í það skemmtilega hlutverk! Einnig vantar fulltrúa frá 10. bekk :) Endilega sendið tölvupóst á husfreyjan@gmail.com ef ykkur langar að starfa í stjórn félagsins... hlökkum til að heyra í ykkur og sjá ykkur á fundinum kkv, stjórnin
Lesa meira

Gerum gott betra - málþing um reynslu og lærdóm þriggja skóla

Síðastliðinn vetur var Naustaskóli þátttakandi í þróunarverkefni ásamt Dalvíkurskóla og Þelamerkurskóla. Verkefnið ber nafnið Gerum gott betra. Síðasti hluti verkefnisins er að miðla til annarra lærdómnum og reynslunni af verkefninu. Það verður gert með málþingi 9. október sem haldið verður í Hofi frá kl 13-17. Hér má sjá auglýsingu um viðburðinn og hvernig hægt er að skrá sig á málþingið.
Lesa meira