Fréttir

Barnasáttmálinn - grein mánaðarins

Öll börn eiga rétt á menntun. Grunnmenntun á að vera ókeypis og öll börn eiga að hafa aðgang að framhaldsmenntun. Hvetja á börn til þess að mennta sig. Aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum.
Lesa meira

Upphátt - undankeppni

Í gær, þriðjudag, var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Allir nemendur lásu pistil og ljóð á sal skólans og stóðu sig öll með prýði. Dómnefnd valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni en það voru þau Eyja B. Guðlausdóttir og Sölvi Sverrisson. Keppnin fer fram í Hofi þann 7. mars. Dómnefndina skipuðu Erna Kristín Sigmundsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Halldóra Steinunn Gestsdóttir, og Valdís Rut Jósavinsdóttir.
Lesa meira

Myndir frá útivistardegi

Hér koma myndir frá vel heppnuðum útivistardegi. Farið var á skauta, svigskíði og gönguskíði og aðrir renndu sér á sleða. Það var fallegt veður en ansi kalt í fjallinu svo margir komu með rauðar kinnar heim.
Lesa meira

Jólakveðja.

Við óskum nemendum og foreldrum þeirra okkar bestu jóla - og nýárskveðjur. Skólastarf hefst að ný þriðjudaginn 3. janúar. Starfsfólk Naustaskóla.
Lesa meira

Linkur inn á síðu um þemadaga

Þemadagar Naustaskóla 2022 Naustaskóli stefnir á að verða Réttindaskóli Unicef á þessu skólaári. Í tilefni af því ákváðum við að þemadagarnir í ár yrðu helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Nokkrir nemendur í 8. -10. bekk tóku það að sér að vera fréttafólk. Þau tóku viðtöl við bæði starfsfólk og nemendur og einnig tóku þau myndir og myndbönd af því sem fram fór á þemadögunum. Þetta má allt saman sjá hér á síðunni ef farið er í valmyndina efst til hægri (vinstra megin ef síðan er skoðuð í síma). https://sites.google.com/naustaskoli.com/themadagarnaustaskola2022/ Góða skemmtun!
Lesa meira

Legokeppni í Reykjavík

Um síðastliðna helgi fór Legolið Naustaskóla til Reykjavíkur og tók þátt í First Lego League 2022 sem var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó. https://firstlego.is/keppnin/ Lego lið Naustaskóla var skipað þeim Ingólfi, Patreki, Viktori, Jóel, Rúnari og Lárusi. Þau sem komu liðinu til aðstoðar voru Ísold sem sá um hönnun á logoi á bolum liðsins og Jóhann Valur sem hannaði og bjó til spil sem liðið notaði. Þema ársins var SUPERPOWERED℠ áskorun. FIRST LEGO League liðin könnuðu hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð – þá munu þau leggja til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum. Stóðu þau sig mjög vel og fer þessi keppni í reynslubanka þeirra.
Lesa meira

Myndir frá þemadögum

Hér eru myndir frá vel heppnuðum þemadögum!
Lesa meira

Þemadagar - Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna

Það er líf og fjör í Naustaskóla þessa dagana. Í dag mánudag 21.nóv byrjuðu þemadagar sem standa fram á miðvikudag. Þemadagarnir eru helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni. Nemendum skólans er skipt niður á þrjú svæði og eru margar stöðvar á hverju svæði. Vonandi verður þetta til að auðga kunnáttu nemenda og starfsfólks á Barnsáttmálanum. Við endum síðan með Barnaþingi næstkomandi fimmtudag þar sem málefni sem nemendur hafa sjálfir komið með tillögur að, eru rædd.
Lesa meira

Starfsdagur á morgun, föstudag

Minnum á að það er starfsdagur í Naustaskóla á morgun, föstudag og því enginn skóli. Frístund er opin frá kl. 13:00 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ á morgun, föstudaginn 23. september

Minnum á Ólympíuhlaup ÍSÍ á morgun, föstudag. Nemendur mæti í góðum skóm og klæðnaði eftir veðri.
Lesa meira