Fréttir

Rökræðukeppni í unglingadeild

Í morgun var haldin rökræðukeppni í unglingadeildinni. Nemendum var skipt upp í hópa og fluttu þau mál sitt fyrir framan skólasystkini sín. Sigurvegarar dagsins urðu þau Katla Björk, Hallfríður Anna, Birkir B. og Kristjáni Örn.
Lesa meira

Enginn skóli á morgun - Frístund lokuð.

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma eða til 1. apríl. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður. Starfsfólk Naustaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra páska.
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum

Hér koma nokkrar myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira

Naustaskóli sigrar Stóru upplestrarkeppnina!

Í gær, miðvikudag fór fram í Menntaskólanum á Akureyri Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar. Við áttum tvo verðuga fulltrúa þar, þau Jóhann Val Björnsson og Birtu Gísladóttur. Jóhann Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Katrín Lóa Ingadóttir spilaði á flautu við athöfnina. Við óskum Jóhanni innilega til hamingju svo og fjölskyldu hans og kennurum. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu valinn texta og ljóð og stóðu sig með prýði. Dómnefnd valdi tvo aðalfulltrúa og einn til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppnin sem fer fram í Kvos Menntaskólans á Akureyri, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 16:30. Að þessu sinni voru valdir fulltrúar þau Birta Gísladóttir og Jóhann Valur Björnsson og Frosti Orrason til vara. Við óskum þeim innilega til hamingju. Í dómnefnd voru Aníta Jónsdóttir, Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 1. mars

Við minnum á að á mánudaginn er starfsdagur og því enginn skóli en Frístund er opinn kl. 08:00 - 16:00 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira

Vetrarfrí

Á morgun, miðvikudag hefst vetrarfrí í öllum grunnskólum á Akureyri í þrjá daga. Frístund er lokuð miðvikudag, en opin frá kl. 13:00-16:15 fimmtudag og föstudag fyrir þá sem þar eru skráðir. Vonum að allir hafi það sem best í fríinu.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf að nýju!

Kæru foreldrar/forráðamenn. Gleðilegt nýtt ár! Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að á morgun 5. janúar munum við hefja hefðbundið skólastarf að nýju. Allir nemendur mæta kl. 8:10 og ganga inn um sína vanalegu innganga inn í skólann. Kennt verður samkvæmt stundarskrá – það þýðir að við munum kenna sund, íþróttir og sérgreinar sem við þurftum að fella niður síðustu tvo mánuði og nemendur verða í skólanum fullan skóladag. Einnig getum við boðið öllum nemendum sem skráðir eru í mat að borða. Skólinn mun opna kl. 7:45 Valgreinar á unglingastigi hefjast 12. janúar. Að sjálfsögðu þurfa allir bæði nemendur og starfsfólk að huga vel að sóttvörnum, handþvotti og sótthreinsun. Ekki er lengur grímuskylda hjá nemendum. Við hlökkum til að taka á móti öllum nemendum okkar kl. 8:10 á morgun. Með kveðju og von um eðlilegt og farsælt skólastarf næstu mánuði. Skólastjórnendur Naustaskóla Bryndís, Aðalheiður og Heimir Örn
Lesa meira