Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Jóhann Valur, Frosti og Birta
Jóhann Valur, Frosti og Birta

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu valinn texta og ljóð og stóðu sig með prýði.  Dómnefnd valdi tvo aðalfulltrúa og einn til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppnin sem fer fram í Kvos Menntaskólans  á Akureyri, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 16:30. Að þessu sinni voru valdir fulltrúar þau Birta Gísladóttir og Jóhann Valur Björnsson og Frosti Orrason til vara. Við óskum þeim innilega til hamingju. Í dómnefnd voru Aníta Jónsdóttir, Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.