Enginn skóli á morgun - Frístund lokuð.

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma eða til 1. apríl. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður.
Starfsfólk Naustaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra páska.