Naustaskóli sigrar Stóru upplestrarkeppnina!

Katrín Júlía Pálmadóttir, Birta Gísladóttir, Jóhann Valur Björnsson og Harpa Friðriksdóttir
Katrín Júlía Pálmadóttir, Birta Gísladóttir, Jóhann Valur Björnsson og Harpa Friðriksdóttir

Í gær, miðvikudag fór fram í Menntaskólanum á Akureyri Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar. Við áttum tvo verðuga fulltrúa þar, þau Jóhann Val Björnsson og Birtu Gísladóttur. Jóhann Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Katrín Lóa Ingadóttir spilaði á flautu við athöfnina. Við óskum Jóhanni innilega til hamingju svo og fjölskyldu hans og kennurum. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.