Fréttir

Nemendadagurinn - myndir

Viðburðarríkri en stuttri nemendaviku er senn lokið. Á miðvikudaginn var nemendadagur sem hefð er fyrir í Naustaskóla. Um morguninn voru settar upp ýmsar skemmtilegar stöðvar í skólanum, m.a. kom Guðrún Huld danskennari til okkar og var með danssmiðju. íþróttakeppni var haldin milli nemenda í 10. bekk og starfsfólks skólans í fótbolta, körfubolta og blaki. Nemendur báru sigur úr bítum í fótbolta en starfsfólk vann bæði körfuboltakeppni og blak. Að þessu sinni tóku nemendur þátt í hæfileikakeppni og er skemmst frá því að segja að þátttaka þar var mjög góð. Greinilegt er að nemendur eru metnaðarfullir og lögðu sig vel fram. Dómnefnd keppninnar var skipuð af nemendum og starfsfólki skólans. Þetta er vandasamt verkefni en velja þurfti þrjú atriði í efstu sæti: Í þriðja sæti urðu stúlkur úr þriðja bekk sem voru með leikþátt en það voru þær Tinna G, Tinna Karítas, Jóhanna, Katrín, Rakel og Ýr. Í öðru sæti var drengur úr fimmta bekk, Gísli Ólafsson með söngatriði og svo í fyrsta sæti drengur í 10. Bekk, Eiður Reykjalín sem spilaði einleik á píanó. Gaman er að sjá hvað nemendur eru að fást við utan skólans og hvað þau eru hæfileikarík á mörgum sviðum sem endurspeglar m.a. aðkomu foreldra í að mennta börnin sín og styðja við þeirra áhugasvið. Dagurinn endaði svo með góðri pylsuveislu. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira

Símareglur í Naustaskóla

Símareglur • Símar eru leyfðir fyrir skóla 07:45 - 08:10 • Símar eru bannaðir í öllum kennslustundum nema með leyfi kennara í 1. – 10.bekk • Nemendur í 8. – 10. bekk hafa leyfi til að fara í síma í frímínútum og í hádegishléi • Í matsalnum má aldrei vera í síma hvorki nemendur né starfsfólk. • Ef nemendur eru með símann sinn í skólanum eiga þeir að vera í skólatösku og slökkt á hljóði en ekki í vasa nemenda. Ef brot verður á þessum reglum hefur nemandi val um að afhenda kennara símann og fá hann í lok dags eða setja hann í töskuna. Ef nemandi hlýðir ekki þá verður talað við skólastjórnendur eða hringt í foreldra
Lesa meira

Verkefni tengt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna

Síðastliðnar þrjár vikur hafa nemendur verið að vinna að Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Þau sýndu í dag afurð þessarar vinnu á salnum fyrir starfsfólk og nemendur skólans. Hér má sjá eitt af verkefnum krakkanna...
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla mánudaginn 2. október

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla verður haldinn á sal skólans þann 2. október kl. 20:00
Lesa meira

Myndir frá útivistardegi

Hér má sjá nokkrar myndir frá vel heppnuðum útivistardegi í dásamlegu haustveðri.
Lesa meira

Heimsókn forsetahjónanna í Naustaskóla í dag

Í dag heimsóttu forsetahjónin Naustaskóla ásamt föruneyti og bæjarstjóranum á Akureyri. Heimsóknin var afar ánægjuleg og tókst mjög vel. Yngstu nemendurnir tóku á móti gestunum fyrir utan skólann með fánum og blöðrum í íslensku fánalitunum. Inni í andyri skólans sungu nemendur í 4. bekk fyrir gesti og síðan var haldið inn í sal þar sem nemendur stýrðu dagskránni. Þau sögðu frá ýmsu sem tengdist skólalífinu, sögðu frá fánanum í matsal skólans og gildi hans en hann var unninn á þemadögum á 10 ára afmæli skólans. Nemendur kynntu skipulag og niðurstöður skólaþings sem haldið var sl. vetur og sögðu um leið frá innleiðingu réttindaskólans. Að lokinni þessari samveru á sal gengu gestir inn í unglingadeildina og heilsuðu upp á nemendur þar. Við erum afskaplega stolt af nemendum og starfsfólki skólans eftir þessa vel heppnuðu heimsókn. Á myndinni má sjá nemendur í 3. og 4. bekk sem sungu svo fallega fyrir forsetahjónin.
Lesa meira

Skólasetning þriðjudaginn 22. ágúst

Þriðjudaginn 22. ágúst er skólasetning í Naustaskóla Nemendur mæti á eftirfarandi tímum á sal skólans: Kl. 09:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 10:00 nemendur í 6.-10. bekk. Skólastjóri verður með stutt ávarp stutt ávarp og síðan fara nemendur með kennurum sínum inn á svæði. Þennan dag hefjast viðtöl hjá 1. Bekk. Frístund er opin frá kl. 8:00 – 16:00 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.
Lesa meira

Skólaslit mánudaginn 5. júní

SKÓLASLIT • Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3.,5, og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Kl. 11:00 mæta nemendur 2.,4.,6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Frístund er lokuð á skólaslitadaginn. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð fyrir aðstandendur útskriftarnema í boði nemenda og foreldra 9. bekkjar.
Lesa meira

Valgreinar skólaárið 2023-2024

Nú er komið að því að verðandi 8.-10. bekkur þarf að velja valgreinar fyrir næsta haust. Linkinn má finna hér á síðunnu undir nemendur/valgreinar http://www.naustaskoli.is/is/nemendur/valgreinar
Lesa meira

Samvinna barnanna vegna - fundur foreldra á Akureyri

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að auka vellíðan barnsins míns og skiptir samvinna foreldra máli þegar kemur að farsæld barnanna okkar? Foreldrar og forsjáraðilar barna í bænum eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri mánudaginn 15. maí frá kl. 20.15 til 21.30. Fundurinn verður einnig aðgengilegur í streymi fyrir þá sem ekki komast en til að fá link þarf að skrá sig með netfangi. Skráning er í gegnum þennan hlekk Viðburðurinn á Facebook.
Lesa meira