Fréttir

Jóhann Valur sigraði hæfileikakeppni Akureyrar 2023!

Jóhann Valur Björnsson sigraði hæfileikakeppni Akureyrar 2023 fyrir börn í 5.-10. bekk sem haldin er í tenglsum við Barnamenningahátíð. Yfir 30 atriði voru skráð í keppnina. Jóhann Valur flutti frumsamið píanóverk og bar sigur úr bítum. Við óskum honum innilega til hamingju!
Lesa meira

Starfsdagur á morgun, miðvikudag

Við minnum á starfsdaginn á morgun, miðvikudag og því er enginn skóli hjá börnunum. Frístund er opin fyrir börn sem eru skráð.
Lesa meira

Páskafrí

Við óskum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska með ósk um gott frí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 11. apríl.
Lesa meira

Árshátíðin - myndir

Árshátiðarsýningar gengu frábærlega og gaman að sjá hvað nemendur og kennarar voru stoltir eftir daginn. Takk fyrir að mæta, þið voruð góðir áhorfendur. Kaffisalan gekk frábærlega sem er ykkur að þakka, hér svignuðu borð af glæsilegum kræsingum.Seinni árshátíðardagurinn, fimmtudagurinn, var sérstaklega tileinkaður nemendum en þeir unnu þvert á aldur á stöðvum og höfðu gaman. Síðan var borðaður hátíðarmatur og í eftirmat bauð foreldrafélagið upp á ís. Mikil var gleði nemenda, takk fyrir ykkar framlag. Hér í skólanum er mikið af tertufötum og ílátum sem við biðjum ykkur að sækja sem allra fyrst.
Lesa meira

Barnasáttmálinn - grein mánaðarins

Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á. Stjórnvöld eiga að fjarlægja hindranir svo öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti.
Lesa meira

Skipulag sýninga á árshátíð Naustaskóla

Til foreldra og forráðamanna nemenda í Naustaskóla Sælt veri fólkið Árshátíðarvika í Naustaskóla dagana 29. - 31. mars. Miðvikudaginn 29. mars bjóðum við foreldrum og aðstandendum að koma og sjá nemendur stíga á svið. En sýndar verða fjórar sýningar þann dag kl. 9:00, kl. 12:00, kl. 15:00 og kl. 18:00. Foreldrar fá sendar upplýsingar um í hvaða sýningarhópi þeirra börn eru og á hvað sýningum þau sýna. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar og rennur allur ágóði í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð fyrir fullorðna er 1000 kr og fyrir börn 500 kr. - hægt verður að greiða með greiðslukorti. Á miðvikudeginum - sýningardegi mæta nemendur einungis til að sýna en nemendur í 1. – 3. bekk geta verið í Frístund frá 8:00 – 13:00 þann dag, skráning er óþörf. Eftir hádegi er Frístund einungis opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Á fimmtudeginum er síðan seinni árshátíðardagurinn okkar sem við köllum gleðidag – þá skemmta nemendur og starfsfólk sér saman á fjölbreyttum stöðvum sem dreifast um skólann og lýkur skóla kl. 13:10 þann dag. Á föstudaginn ljúkum við þessari viku með rólegheitum inn á svæðum þar sem kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt með nemendum. Við minnum á að skóla líkur kl. 12 á föstudaginn en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Gleðilega páska! Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Barnasáttmálinn - grein mánaðarins

Öll börn eiga rétt á menntun. Grunnmenntun á að vera ókeypis og öll börn eiga að hafa aðgang að framhaldsmenntun. Hvetja á börn til þess að mennta sig. Aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum.
Lesa meira

Upphátt - undankeppni

Í gær, þriðjudag, var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Allir nemendur lásu pistil og ljóð á sal skólans og stóðu sig öll með prýði. Dómnefnd valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni en það voru þau Eyja B. Guðlausdóttir og Sölvi Sverrisson. Keppnin fer fram í Hofi þann 7. mars. Dómnefndina skipuðu Erna Kristín Sigmundsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Halldóra Steinunn Gestsdóttir, og Valdís Rut Jósavinsdóttir.
Lesa meira

Myndir frá útivistardegi

Hér koma myndir frá vel heppnuðum útivistardegi. Farið var á skauta, svigskíði og gönguskíði og aðrir renndu sér á sleða. Það var fallegt veður en ansi kalt í fjallinu svo margir komu með rauðar kinnar heim.
Lesa meira

Jólakveðja.

Við óskum nemendum og foreldrum þeirra okkar bestu jóla - og nýárskveðjur. Skólastarf hefst að ný þriðjudaginn 3. janúar. Starfsfólk Naustaskóla.
Lesa meira