Fréttir

Útivistardegi frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi aðstæðna og einnig óhagstæðrar veðurspár frestum við útivistardeginum sem átti að vera á morgun, þriðjudag um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 16. mars - Frístund lokuð allan daginn!

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.
Lesa meira

Upplýsingar um stöðu mála

Kæru starfsmenn og foreldrar/forráðamenn. Í ljósi nýjustu frétta af samkomubanni þá biðjum við alla í skólasamfélaginu að halda ró sinni. Við stjórnendur í Naustaskól munum vinna í samráði við fræðsluyfirvöld varðandi skólastarf næstu vikurnar. Við munum láta ykkur vita um helgina hvernig skólastarfi verður háttað eftir helgi. Starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn munu fá tölvupóst um helgina og einnig verða settar upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu skólans. Með von um gott samstarf, Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Bréf almannavarna til nemenda foreldra og forráðamanna

Hér fyrir neðan má sjá bréf til foreldra og forráðamanna með mikilvægum upplýsingum frá almannavörnum:
Lesa meira

Yfirvofandi verkfall

Eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að til verkfalls komi hjá starfsfólki sem tilheyrir stéttarfélaginu Kili á mánudag og þriðjudag. Hjá okkur í Naustaskóla eru það ritari, tölvuumsjónarmaður og bókasafnsvörður sem fara í verkfall. Þetta mun að sjálfsögðu orsaka þjónustuskerðingu í skólanum þessa daga þar sem einungis skólastjóri má ganga í störfin. Af þessum sökum mun verða erfiðara að ná í skólann í gegnum síma þessa tvo daga og biðjum við foreldra og forráðamenn að skrá veikindi í gegnum Mentor. Einnig mun sund falla niður á mánudag og þriðjudag þar sem starfsfólk sundlaugarinnar fer einnig í verfall þessa tvo daga. Íþróttakennarar munu kenna börnunum í Naustaskóla í staðinn. Með von um skilning á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér. Skólastjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Naustaskóli í 1. sæti!

Þeir Ragnar og Sólon, fulltrúar okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Menntaskólanum í gær stóðu sig aldeilis ljómandi vel báðir tveir. Sólon Sverrisson varð í 1. sæti og við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Lesa meira

Skólahreysti á morgun miðvikudaginn 4. mars!

Á morgun, miðvikudag verður keppt í Skólahreysti í Íþróttahöllinni og hefst keppni kl. 13:30. Keppendur frá Naustaskóla eru þau Hallfríður Anna Benediktsdóttir, Henrihs Petrovics, Natalía Hrund Baldursdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. Varamenn eru Elías Bjarnar Baldursson og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Við óskum keppendum góðs gengis!
Lesa meira

Upplýsingar vegna COVID-19

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Naustaskóla við heimsfaraldri en hana má einnig finna á heimasíðu skólans undir Naustaskóli> Stuðningur – heilsugæsla. Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað. https://www.visir.is/g/20207859d/svona-a-ad-bera-sig-ad-thegar-raett-er-vid-born-um-koronu-veiruna Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna https://www.almannavarnir.is/ og landlæknis https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ Bryndís Björnsdóttir skólastjóri Naustaskóla v/Hólmatún s: 4604101 gsm. 8653700
Lesa meira

Vetrarfrí - Frístund

Í vetrarfríinu, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, verður Frístund opin frá klukkan 13:00 - 16:15 alla dagana fyrir börn sem þar eru skráð. Njótið samveru í fríinu og sjáumst hress mánudaginn 2. mars.
Lesa meira