Símareglur í Naustaskóla

Símar eru leyfðir fyrir skóla 07:45 - 08:10
• Símar eru bannaðir í öllum kennslustundum nema með leyfi kennara í 1. – 10.bekk
• Nemendur í 8. – 10. bekk hafa leyfi til að fara í síma í frímínútum og í hádegishléi
• Í matsalnum má aldrei vera í síma hvorki nemendur né starfsfólk.
• Ef nemendur eru með símann sinn í skólanum eiga þeir að vera í skólatösku og slökkt á hljóði en ekki í vasa nemenda. Ef brot verður á þessum reglum hefur nemandi val um að afhenda kennara símann og fá hann í lok dags eða setja hann í töskuna. Ef nemandi hlýðir ekki þá verður talað við skólastjórnendur eða hringt í foreldra