Hrekkjavökuball fyrir 1.-4. bekk föstudaginn 29. október

Föstudaginn 29. október er Hrekkjavökuball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 15:00 - 16:15. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí.

Á föstudaginn er hrekkjavökudagur í skólanum og eiga krakkarnir endilega að mæta í búningum í skólann og á ballið. Aðgangseyrir á ballið er 1.000 kr en krakkarnir fá svala og popp á ballinu.
Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleiri skemmtilegir leikir í boði fyrir krakkana.
Þetta verður fjör :)

Bestu kveðjur,
Andri Snær og Maggi kennarar 10. bekkjar