Fréttir

Alþjóðlegur dagur barna

Í tilefni þess að í dag eru 30 ár frá undirritun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, birtum við mynd af sameiginlegu verkefni nemenda og starfsfólks. Áherslan var lögð á jákvæð og hvetjandi orð sem lýsa skólastarfinu í Naustaskóla.
Lesa meira

Samvinnuverkefni á þemadögum

Á þemadögunum hafa nemendur og starfsfólk tekið höndum saman og saumað í java falleg og hvetjandi orð í anda jákvæðs aga. Í þessu verkefni eru mörg saumspor þar sem allir nemendur hafa tekið þátt og þessa dagana hefur starfsfólk sést saumandi út á kaffistofunni. Ætlunin er að sauma þessa búta saman og búa til vegglistaverk í íslensku fánalitunum. Verk og listgreinakennarar eiga veg og vanda að þessari hugmynd og útfærslu. Hér má sjá myndir af verkefninu í vinnslu.
Lesa meira

Þemadagar - myndir

Þessa vikuna eru þemadagar og er því mikið líf og fjör í skólanum. Í boði eru fimm stöðvar um allan skóla þar sem nemendur vinna hin ýmsu verkefni og að auki er ein útistöð. Hér eru nokkrar myndir frá stöðvunum.
Lesa meira

Skipulagsdagur á mánudag

Minnum á að á mánudaginn 11. nóv er enginn skóli hjá nemendum vegna skipulagsdags starfsmanna og frístund lokuð fyrir hádegi.
Lesa meira

Nemendadagurinn

Nemendadagurinn var í dag og var að vonum mikið fjör. Byrjað var á íþróttakeppni starfsmanna og nemenda þar sem keppt var í fótbolta, körfubolta og blaki. Gríðarleg barátta var hjá öllum liðum og nemendur hvöttu sitt fólk kröftuglega til dáða. Síðan gæddum við okkur á snúðum og kleinuhringjum sem 10. bekkur seldi til fjáröflunar sinnar og eftir það söfnuðust allir á sal þar sem hæfileikakeppni nemenda fór fram. Ótrúlega mörg atriði voru á sviðinu og nemendur stóðu sig allir frábærlega og sýndu mikinn kjark með því einu að koma fram. Nemendaráð sá svo um kosningu bestu atriða og báru eftirfarandi sigur úr bítum: 1. sæti: Megan Ella Ward dans 2. sæti: Þórunn Birna Kristinsdóttir dans 3. sæti: Jóhann Valur Björnsson píanó.
Lesa meira

Viðtalsdagur miðvikudaginn 30. október

Viðtalsdagurinn okkar í Naustaskóla er miðvikudaginn 30. október en þá mæta foreldrar með bönum sínum í viðtal til umsjónarkennara barnsins. Umsjónakennarar hafa sett inn viðtalsdagana á Mentor og getið þið skráð ykkur á viðtalstíma. Þið gerið það með því að fara inn á fjölskylduvefinn og þar eigið þið að finna flipa til að skrá ykkur í viðtal. Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari leiðbeiningum má hafa samband við Kristjönu ritara skólans eða umsjónarkennara barnsins.
Lesa meira

Kosning í nemendaráð

Kosning í nemendaráð skólans fór fram í gær. Allir frambjóðendur stigu í pontu á sal og héldu sína framboðsræðu og stóðu sig með prýði. Að því loknu var gengið til kosninga og úrslit gerð kunn í dag. Nemendaráð 2019-2020 skipa eftirtaldir: 4. Bekkur – Bjarki Orrason / varafulltrúi Kristdór Helgi Tómasson 5. Bekkur – Veigar Leví Pétursson / varafulltrúi Rannveig Tinna Þorvaldsdóttir 6. Bekkur – Frosti Orrason / varafulltrúi Jóhann Valur Björnsson 7. Bekkur – Mikael Breki Þórðarson / varafulltrúi Rakel Eva Valdimarsdóttir 8. Bekkur – Kristbjörg Eva Magnadóttir / varafulltrúi Jóna Birna Magnadóttir 9. Bekkur – Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir / varafulltrúi Selma Sól Ómarsdóttir 10. Bekkur – Telma Ósk Þórhallsdóttir / varafulltrúi Alex Máni Sveinsson
Lesa meira

Ball á morgun þriðjudag

Á morgun þriðjudag heldur 10. bekkur ball fyrir yngsta stig og miðstig. Ballið fyrir 1.,2. og 3. bekk verður NÁTTFATABALL frá kl. 16:00 - 17:20 og kostar 500 krónur inn. Innifalið er popp og svali. Fyrir 4.,5.,6. og 7. bekk verður ball frá kl. 17:30 - 18:50. Kosnaður er 500 kr. og sjoppa á staðnum. Það verður mikið fjör, draugahús, spámaður, stoppdans, limbó og margt fleira skemmtilegt.
Lesa meira

Haustfrí fimmtudag og föstudag

Við minnum á haustfríið á morgun fimmtudag og föstudag. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð frá kl. 08:00-16:15.
Lesa meira