30.12.2019
Starfsfólk Naustaskóla sendir bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Skóli hefst að loknu jólafríi föstudaginn 3. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundarskrá. Þann dag er frístund opin.
Lesa meira
17.12.2019
Föstudaginn nk. þann 20. desember höldum við Litlu jól í skólanum og verður skipulag með þessum hætti:
Allir nemendur mæta í skólann kl 9:00 á sitt heimasvæði.
Hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk er dagskráin þannig:
• 9:00 - mæting á heimasvæði
• 9:10-10:00 - stofujól (jólasveinar koma í heimsókn)
• 10:00-10:30 - samkoma á sal. Helgileikur í boði 4. bekkjar.
• 10:30-11:00 - dansað við jólatré
Nemendur fara heim kl. 11:00 að loknum jólatrésdansi
Frístund er opin frá kl. 8:00 til kl. 16:15.
Lesa meira
13.12.2019
Eftir vonda veðrið og ófærðina höfðum við það huggulegt í skólanum í gær á jólaþemadegi með föndri og notalegheitum. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
13.12.2019
Giljaskóli og Naustaskóli verða Réttindaskólar UNICEF. Samkomulag þess efnis var undirritað í Naustaskóla í gær og markar tímamót fyrir Akureyrarbæ. Sjá frétt á vef Akureyrarbæjar.
Lesa meira
11.12.2019
Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá.
Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið heldur hægt að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur aftur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él.
Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað
Lesa meira
11.12.2019
Allt skólahald í grunn - og leikskólum bæjarins felur niður í dag miðvikudaginn 11. desember vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri. Veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og þá ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahald verður fellt niður frá kl. 13:00 í dag. Börn í 5.-10. bekk og verða send heim fljótlega. Foreldrar eru beðnir um að sækja yngri börn sín sem fyrst eða fyrir kl. 13:00. Frístund verður lokuð í dag.
Lesa meira
09.12.2019
Þar sem nú er slæm veðurspá er rétt að minna á verklagsreglur Akureyrarbæjar sem gilda í vondum veðrum og/eða ófærð. Þessar reglur má lesa hér!
Lesa meira
28.11.2019
Í kvöld, fimmtudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og verður posi á staðnum, sjoppa og krapvél og ýmsar uppákomur.
Lesa meira