Fréttir

Skýrsla vegna ytra mats Menntamálaráðuneytis á Naustaskóla nóvember 2018

Nú á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það fólst í því meðal annars að matsaðilar frá Menntamálastofnun dvöldu hér í skólanum dagana 23. – 26. október og fóru í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig tóku þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hluti skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina. Hér fylgir tengill inn á skýrsluna með niðurstöðum matsaðila.
Lesa meira

Litlu jól

Í dag voru Litlu jólin haldin hér í Naustaskóla. Nemendur í 4. bekk sýndu helgileik og nemendur og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatré í íþróttasalnum og Kertasníkir og Kjötkrókur komu í heimsókn. Starfsfólk Naustaskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við minnum á að skóli hefst aftur þann 4. janúar. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Litlu jól á föstudag - skipulag

Á föstudaginn höldum við Litlu jól í Naustaskóla. Allir nemendur í 1.-7. bekk mæta spariklæddir kl. 09:00 á sín heimasvæði og eiga sín stofujól. Kl. 10:00 verður samkoma á sal þar sem nemendur í 4. bekk sýna helgileik. Kl. 10:30-11:00 verður dansað í kringum jólatréð og aldrei að vita nema jólasveinar kíki í heimsókn. Skóla lýkur kl. 11:00 og nemendur því komnir í jólafrí.
Lesa meira

Fimmtudagur jólaþema - frjálst nesti - jólahúfu/peysudagur

Á fimmtudaginn næstkomandi, þann 13. desember verður jólaþemadagur hjá okkur í skólanum og verður sannkölluð jólastemming í húsinu. Allir nemendur geta valið sér stöðvar sem verða um allt hús þar sem m.a. verður boðið upp á fjölbreytt jólaföndur, hreyfingu, leiki, útiveru og margt fleira. Það verður frjálst nesti hjá krökkunum en þó er sælgæti, snakk og gos ekki leyfilegt. Svo er að sjálfsögðu jólahúfu og jólapeysudagur! Skóladegi lýkur kl. 13:10 hjá öllum nemendum en valgreinar hjá unglingadeild verða þó kenndar.
Lesa meira

Árshátíðarball í kvöld

Í kvöld, föstudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og verður posi til staðar. Einnig verður sjoppa og krapvél á staðnum.
Lesa meira

Bingóauglýsing frá 10. bekk

Kæru vinir og vandamenn! Við í 10. bekk í Naustaskóla erum að halda bingó þann 4. desember næstkomandi. Það verður frá 18:00 - 20:00. Spjaldið verður á litlar 500kr. Hrikalega flottir og veglegir vinningar í boði fyrir alla fjölskylduna! Pylsur og drykkir verða til sölu í hléi. Endilega láttu sjá þig!
Lesa meira

Verklagsreglur vegna óveðurs eða ófærðar

Þar sem nú er spáð leiðindaveðri um land allt viljum við benda á verklagsreglur sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.
Lesa meira