Fréttir

Skákmót

Í vetur hefur Ákell Örn Kárason verið með skákkennslu í 3., 4. og 5. bekk. Að því tilefni var efnt til skákmóts hér í Naustaskóla þriðjudaginn 26. febrúrar sl. Áhuginn var mikill hjá nemendum og þátttaka í mótinu mjög góð.
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum

Við áttum ljómandi góðan dag í fjallinu í gær og nemendur og starfsmenn nutu sín vel. Þess má geta að starfsfólk Hlíðarfjalls hrósaði nemendum Naustaskóla fyrir góða umgengni og kurteisi. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Starfamessa í HA

Í dag, föstudag, var Starfamessa grunnskólanna á Akureyri haldin í þriðja sinn. Yfir 30 fyrirtæki komu saman í Háskólanum á Akureyri og kynntu hin ýmsu störf fyrir nemendum í 9 og 10 bekk. Alls voru rúmlega 700 nemendur sem fengu fróðlegar og skemmtilegar kynningar í dag. Starfamessan mun vonandi vekja áhuga nemendanna á störfum og námi í komandi framtíð.
Lesa meira

Jafnréttisáætlun Naustaskóla

Hér má sjá jafnréttisáætlun Naustaskóla. Einnig er hún aðgengileg hér til hægri á síðunni.
Lesa meira

"Gamaldags dagur" á morgun

Í tilefni bóndadags á morgun, föstudag, hefur nemendaráð ákveðið að hafa svokallaðan "gamaldags dag" sem felst í því að nemendur og starfsfólk geta komið í fötum sem tilheyra, svo sem lopapeysum, ullarsokkum eða einhverju sem tengist því sem fólk klæddist í "gamla daga".
Lesa meira

Viðtalsdagar í næstu viku

Viðtalsdagar eru í skólanum þriðjudag og miðvikudag í næstu viku eða 29. og 30. janúar. Búið er að opna fyrir skráningu á Mentor. Ef þið lendið í vandræðum með skráningar má hafa samband við ritara skólans. Frístund verður opin þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira