Skólahald fellur niður í fyrramálið

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri. Veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og þá ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun.