Skólahreysti á morgun miðvikudaginn 4. mars!

Á morgun, miðvikudag verður keppt í Skólahreysti í Íþróttahöllinni og hefst keppni kl. 13:30. Keppendur frá Naustaskóla eru þau Hallfríður Anna Benediktsdóttir, Henrihs Petrovics, Natalía Hrund Baldursdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. Varamenn eru Elías Bjarnar Baldursson og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Við óskum keppendum góðs gengis!