Upplýsingar um stöðu mála

Kæru starfsmenn og foreldrar/forráðamenn.

Í ljósi nýjustu frétta af samkomubanni þá biðjum við alla í skólasamfélaginu að halda ró sinni. Við stjórnendur í Naustaskól munum vinna í samráði við fræðsluyfirvöld varðandi skólastarf næstu vikurnar. Við munum láta ykkur vita um helgina hvernig skólastarfi verður háttað eftir helgi. Starfsfólk skólans og foreldrar/forráðamenn munu fá tölvupóst um helgina og einnig verða settar upplýsingar á heimasíðu og facebook síðu skólans.

Með von um gott samstarf,

Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla