Naustaskóli í 1. sæti!

Sólon Sverrisson og Ragnar Orri Jónsson ásamt kennurum sínum, Herdísi Ívarsdóttur og Örnu Ýr Guðmund…
Sólon Sverrisson og Ragnar Orri Jónsson ásamt kennurum sínum, Herdísi Ívarsdóttur og Örnu Ýr Guðmundsdóttur.

Þeir Ragnar og Sólon, fulltrúar okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Menntaskólanum í gær stóðu sig aldeilis ljómandi vel báðir tveir. Sólon Sverrisson varð í 1. sæti og við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.