Skólastarf á veirutímum!

Lífið í Naustaskóla hefur tekið miklum breytingum að undanförnu í ljósi aðstæðna. Hér hefur þó ríkt gleði og nemendur og starfsfólk tekið breytingunum að æðruleysi. Allir inngangar í skólann eru nýttir, bæði dyr og neyðarútgangar. Hugmyndaflugið er látið ráða í lausnaleit til að láta skólastarfið ganga sem best og hvert rými í húsinu nýtt til hins ýtrasta sem og hver einasti starfsmaður. Það ríkir mikil samstaða innan skólans til þess að láta starfið ganga sem best á þessum erfiðu tímum og við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum.