Skólastarf í Naustaskóla til 2. desember

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Naustaskóla
Ákveðið hefur verið að skipulag skólastarfs í Naustaskóla verði með óbreyttu sniði til 2. desember. þó með þeim breytingum að nemendur í 5.- 7. bekk þurfa ekki að bera grímur í skólanum.
Skólastarfið hefur gengið vel með þessu skipulagi við þessar erfiðu aðstæður og nú sem endranær munum við leitast við að mæta þörfum nemenda okkar sem best og gera viðfangsefnin í skólanum fjölbreytt og skemmtileg.
Ef einhverjar spurningar vakna þá biðjum við ykkur að hafa samband við okkur stjórnendur eða umsjónarkennara.
Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir ykkar góða stuðning og góða samstarf.
Stjórnendur Naustaskóla.
Bryndís, Alla og Heimir Örn.