Legokeppni í Reykjavík

Um síðastliðna helgi fór Legolið Naustaskóla til Reykjavíkur og tók þátt í First Lego League 2022 sem var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó. https://firstlego.is/keppnin/ Lego lið Naustaskóla var skipað þeim Ingólfi, Patreki, Viktori, Jóel, Rúnari og Lárusi. Þau sem komu liðinu til aðstoðar voru Ísold sem sá um hönnun á logoi á bolum liðsins og Jóhann Valur sem hannaði og bjó til spil sem liðið notaði. Þema ársins var SUPERPOWERED℠ áskorun. FIRST LEGO League liðin könnuðu hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð – þá munu þau leggja til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum. Stóðu þau sig mjög vel og fer þessi keppni í reynslubanka þeirra.