Myndir frá útivistardegi

Útivistardagurinn var ákveðinn með stuttum fyrirvara vegna hagstæðrar veðurspár sem gekk eftir og áttum við ljómandi góðan dag. Börnin völdu sér ýmsar leiðir, göngutúra, fjallgöngur, hjólatúra og ýmsar skoðunarferðir. Gengið var á Súlur, Fálkafell, upp að Gamla, inn í Kjarnaskóg, Naustaborgir og Krossanesborgir svo eitthvað sé nefnt. Gaman er að segja frá því að hópur hjólara sem fór inn í Kjarnaskóg var svo heppinn að hitta þar fyrir gönguklúbb eldri borgara sem var að slútta sumrinu með grilli, söng og dansi og tóku nemendur þátt með þeim. Hér koma nokkrar myndir frá deginum.