Skólaslit 3. júní

Skipulag skólaslitadags föstudagsins 3. júní :

• Kl. 09:00 mæta nemendur 1,3,5, og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

• Kl. 11:00 mæta nemendur 2,4,6 og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

• Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.

• Útskrift 10.bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði foreldra 9. bekkinga.

Útskrift 10. bekkjar

Foreldrum og ættingjum 10. Bekkjar er boðið til útskriftarathafnar 10. bekkjar á sal Naustaskóla föstudaginn 3. júní kl. 15:00
Að útskrift lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar. Við vonumst til að þið sjáið ykkur fært að koma og gleðjast með útskriftarnemendum á þessum tímamótum.