Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum á sal skólans:
Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur.
Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst svo þriðjudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 24. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi.