12.09.2017
Framundan, þann 19. september, munu nemendur kjósa fulltrúa sína í nemendaráð. Það mega allir nemendur í 4.-10. bekk bjóða sig fram og verður einn fulltrúi úr hverjum bekk valinn í ráðið og einn til vara. Nemendur eru hvattir til þess að kynna sig, t.d. með veggspjöldum, og á kosningafundinum 19. september fá þeir tækifæri til að kynna sig og sín baráttumál. Mikilvægt er að ræða það við nemendur sem ætla að bjóða sig fram að þeir þurfa að koma upp og kynna sig til þess að vera kjörgengir.
Lesa meira
12.09.2017
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skólafærninámskeiði sem vera átti fimmtudaginn 14. september frestað til fimmtudagsins 28. september kl. 17:00-19:00
Námskeiðið er ætlað öllum foreldrum barna í 1. bekk.
Lesa meira
07.09.2017
Skólafærninámskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk í Naustaskóla verður haldið fimmtudaginn 14. september kl. 17:00 - 19.00. Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt.
Lesa meira
18.08.2017
Vekjum athygli á því að Frístund opnar þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13:00.
Lesa meira
17.08.2017
Skólasetning í Naustaskóla verður þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla fimmtudaginn 24. ágúst.
Lesa meira
03.08.2017
Fer fram 15. ágúst milli kl. 10:00 og 15:00
Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem eru með börn sín skráð og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár staðfesti skráninguna.
Nýskráning í Frístund þarf að staðfesta með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólann til að ákveða tíma.
Forstöðumaður Frístundar eða ritari verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum.
Sími Frístundar er 460-4111 netfang kristjana@akmennt.is
Sími Naustaskóla 460-4100
Lesa meira
03.08.2017
Akureyrabær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn nú á þessu skólaári. Skólatöskur og íþrótta- og sundfatnað þurfa nemendur þó að koma með sjálfir.
Lesa meira