Vorþemadagar - breyting á dagskrá!

Heil og sæl.

Vegna veðurs og fleiri ástæðna höfum við ákveðið að breyta aðeins vorþemadögum skólans. Á morgun miðvikudaginn 29.maí verða allir nemendur skólans á stöðvum í skólanum. Skólanum lýkur klukkan 12:00 og börn sem eru skráð í frístund fara þangað strax eftir mat.

Á föstudeginum 31.maí má koma með frjálst nesti og endar dagurinn með pylsuveislu í hádeginu. Dagskráin á þessum degi mun einnig breytast aðeins.

Við mælumst til að börnin komi vel klædd til útiveru í skólann þessa daga.

Kveðja stjórnendur Naustaskóla