Viðtalsdagur miðvikudaginn 30. október

Viðtalsdagurinn okkar í Naustaskóla er miðvikudaginn 30. október en þá mæta foreldrar með bönum sínum í viðtal til umsjónarkennara barnsins. Umsjónakennarar hafa sett inn viðtalsdagana á Mentor og getið þið skráð ykkur á viðtalstíma. Þið gerið það með því að fara inn á fjölskylduvefinn og þar eigið þið að finna flipa til að skrá ykkur í viðtal.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari leiðbeiningum má hafa samband við Kristjönu ritara skólans eða umsjónarkennara barnsins.