Viðtalsdagar í næstu viku

Viðtalsdagar eru í skólanum þriðjudag og miðvikudag í næstu viku eða 29. og 30. janúar. Búið er að opna fyrir skráningu á Mentor. Ef þið lendið í vandræðum með skráningar má hafa samband við ritara skólans. Frístund verður opin þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.