Útivistardagur á morgun þriðjudaginn 2. sept.

Skóli hefst á sama tíma og venjulega, nemendur mæta kl. 8:10 á sín heimasvæði, þeim verður svo skipt í hópa og brottfarir eru uppúr kl. 8:30. Allir nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri og vel skóaðir til útiveru!

·        Það er frjálst nesti þennan dag en þeir sem eru í ávaxtaáskrift geta gripið sér ávöxt í nesti áður en lagt er af stað.

·        Þeir sem fara upp að Hömrum og vilja sulla þurfa að koma með aukaföt!!

·        Gönguferðir eru gönguferðir - þar er ætlast til að nemendur gangi en hjóli ekki.

·        Þeir sem ganga á Hlíðarfjall þurfa sérstaklega að huga að útbúnaði og nesti!

·        Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með í allar ferðir.

·        Skóladegi hjá 1.-3. bekk lýkur kl. 13:00. Skóladegi hjá 4.-10. bekk lýkur að loknum hádegisverði eftir heimkomu, þó ekki fyrr en 12:30.