Upphátt upplestrarkeppni 7. bekk

Eyþór Páll, Konný Björk og Máni.
Eyþór Páll, Konný Björk og Máni.

Í dag var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð á sal skólans og stóðu sig vel. Dómnefnd var skipuð af Hólmfríði Sigurðardóttur, Maríu Steingrímsdóttur og Þorgerði Sigurðardóttur. Valdir voru fulltrúarnir Eyþór Páll Ólafsson, Konný Björk Þórðardóttir og Máni Kristjánsson til keppa fyrir hönd skólans í aðalkeppninni sem fram fer í Hofi þann 7. mars nk.