Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Regína Lind, Friðrika Vaka og Þórir Örn.
Regína Lind, Friðrika Vaka og Þórir Örn.

Í dag fór fram forkeppni stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Þær Friðrika Vaka Baldvinsdóttir og Regína Lind Eggertsdóttir voru valdar fulltrúar til að taka þátt í aðal keppninni og Þórir Örn Björnsson var valinn sem varamaður. Stóra upplestrarkeppnin fer fram þann 20. mars nk. í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 17:00.  Allir nemendur stóðu sig með prýði í lestrinum og á meðan dómarar réðu ráðum sínum spiluðu þær Aðalheiður Jóna Liljudóttir, Amanda Eir Steinþórsdóttir og Þórný Sara Arnardóttir á fiðlu. Dómarar í keppninni voru þær Anna Margrét Helgadóttir, Aníta Jónsdóttir og Sigurlaug Indriðadóttir.